Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Hljóðlátt hjá Hertz og áfram okur: Neytendasamtökin – „Hægt að leigja bíl á mun lægra verði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær fréttir Mannlífs nýlega sem fjalla um hátt verð hjá bílaleigunni Hertz vöktu mikla athygli. Í þeim var fjallað um íslenskan námsmann sem búsettur er í Danmörku og kom nýverið til Íslands í smá frí frá fræðunum og til að hitta fjölskyldu og vini.

Hún hafði samband við bílaleiguna Hertz með það í huga að leigja hjá þeim bíl í sautján daga. Hún hætti snarlega við og blöskraði hreinlega þegar henni var tjáð af starfsmanni Hertz að leiga á smábílnum Toyota Yaris í sautján daga kostaði nálægt hálfri milljón króna; eða sem nemur um 26 þúsund krónum á dag.

Tók starfsmaðurinn undir með íslenska námsmanninum þegar hún tjáði honum undrun sína og sagði að það gæti varla verið að nokkur myndi leigja bíl á svona fáránlegu háu okurverði.

Starfsmaðurinn sagði: „Já, sama hér, nei, það eru bara útlendingar sem leigja á svona verði.“

Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Mannlífs til bílaleigunnar Hertz varðandi málið hafa engin svör borist frá þeim bænum.

Í framhaldi af svarleysi bílaleigunnar Hertz hafði Mannlíf samband við Neytendasamtökin sem hafa það að markmiði sínu að gæta hagsmuna neytenda og tala máli þeirra; sjá til þess að neytendur njóti sannmælis í viðskiptum og veita neytendum upplýsingar um verð og gæði vöru og þjónustu.

- Auglýsing -

Ekki stóð á svörum frá Neytendasamtökunum öfugt við bílaleiguna Hertz þegar Mannlíf spurði út í málið; kannaðist Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna við fréttir Mannlífs af háu verði bílaleigunnar Hertz:

„Lausleg leit á netinu sýnir að hægt er að leigja bíl á mun lægra verði,“ sagði Brynhildur við Mannlíf.

Brynhildur sagði einnig að Neytendasamtökin ráðleggðu fólki sem til þeirra leitaði að kynna sér málin vel og að „okkar ráðleggingar nú sem ætíð eru að hvetja fólk til að gera verðsamanburð og eiga viðskipti við þau fyrirtæki sem bjóða best.“

- Auglýsing -

Reynt var að ná í eftirtalda hjá bílaleigunni Hertz án árangurs:

Sigfús B. Sigfússon forstjóri, til vinstri. Kristján Bergmann Sigurbjörnsson forstöðumaður sölu, markaðs og upplýsingatæknisviðs, til hægri. Og neðst í grein, Sigurður Berndsen framkvæmdastjóri.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -