Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Hlutabréf Alvotech rétta úr kútnum – Gengið hefur fallið um 55 milljarða króna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hlutabréf lyfjafyrirtækisins Alvotech hafa hækkað talsvert í viðskiptum vikunnar, eftir 120 milljarða króna gengishrun í Nasdaq kauphöllinni í Bandaríkjunum. Við lokun markaða síðastliðin föstudag stóð gengi fyrirtækisins í 5,5 Bandaríkjadölum á hlut en eftir hækkanir síðustu daga stendur gengið í 7,3 dölum á hlut, sem jafngildir um 245 milljörðum króna. Fjárfestar hér á landi höfðu vonast eftir farsælli skráningu Alvotech en fyrirtækið hefur enn sem komið er lækkað mikið í verði. Við lokun kauphallar vestra í gær hafði verðmæti Alvotech lækkað um 55 milljarða króna frá skráningu í maí. Fjárfestar og hluthafar Alvotech hafa verið uggandi vegna gengishruns félagsins og þeir sem hafa nú þegar selt hluti sína hafa væntanlega tapað umtalsverðum fjárhæðum.

Áfall fyrir Róbert

Þegar Róbert Wessman stjórnarformaður Alvotech hringdi bjöllunni í kauphöllinni vestra stóð gengi bréfa félagsins í 10 dölum á hlut og fór hæst í gengi 14. Álitsgjafar á hlutabréfamarkaði telja að staða Alvotech eftir skráningu sé ákveðið áfall fyrir Róbert persónulega, stjórnendur Alvotech og umsjónaraðila útboðsins hér á landi, Arion banka og Landsbanka Íslands. Hinsvegar er ljóst að miklar sveiflur einkenna stærstu fjármálamarkaði heims um þessar mundir og því erfitt að spá fyrir um verðþróun Alvotech eða annarra fyrirtækja næstu misserin. Gengishrun Alvotech hefur ekki verið í samræmi við hreyfingar bandarískra hlutabréfa á sama tímabili. Í tiltölulega litlum viðskiptum síðustu daga, hefur Alvotech þó rétt hressilega úr kútnum og hækkaði til að mynda um 2 prósent í gærdag vestra.
Íslenskir lífeyrissjóðir, sjóður í stýringu Stefnis, Tryggingamiðstöðin og Kristján Loftsson, kenndur við Hval, geta þó andað léttar ef þeir hafa ekki nú þegar selt hluti sína í félaginu. Fyrrgreindir fjárfestar og spákaupmenn eru sagðir hafa lagt vel á annan tug milljarða króna til fyrirtækisins í tveimur hlutafjáraukningum. Íslenskar fjármálastofnanir eiga einnig mikið undir að vel takist við uppbyggingu Alvotech en þeir hafa lánað talsvert vegna byggingar verksmiðju fyrirtækisins hér á landi.

Það hefur mikið gustað í kringum Róbert undanfarin misseri og spurningar hafa vaknað um fjárhagslegan styrk hans og fjárfestingafélagsins Aztiq, sem er sem stendur stærsti einstaki hluthafi Alvotech.

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni. 

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -