Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Hnefataflmaður fannst í uppgreftrinum á Seyðisfirði: „Þessi gryfja er sérstök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Austurfréttir sögðu frá því í gær að fundist hafi taflmaður úr hnefatafli á Seyðisfirði en þar stendur yfir fornleifafræðiuppgröftur. Stjórnandi uppgraftarins telur þetta styrkja stoðir undir þá tilgátu að kuml sé þarna að finna.

Í síðustu viku fannst á svæðinu kuml en taflmaðurinn fannst í nokkurs konar gryfju um 1-2 metra innan við kumlið. Var gryfjan afmörkuð með steinum. Þar hafði áður fundist rafperla.

„Þessi gryfja er sérstök. Við höfum fundið fullt af beinum í henni, meðal annars hvalbein. Það er eins og sett hafi verið rusl í hana en mögulega var hún grafin í öðrum tilgangi,“ segir Ragnheiður Traustadóttir í samtali við Austurfrétt, en hún stýrir uppgreftrinum.

Hnefataflmaðurinn virðist vera úr steini eða leir en hann er 2×2 sentimetra á stærð. Hér má sjá þrívíddarlíkan af taflmanninum.

Frá víkingaöld og fram á miðöldum var Hnefatafl spilað en reglur borðspilsins eru ekki að fullu þekktar í dag. Um miðja nítjándu öld fannst hnefatafl í Baldursheimi, Mývatnssveit, sem enn í dag er talið hið þekktasta sem fundist hefur hér á landi. Hér má sjá það.

Ragnheiður segir í viðtali við Austurfrétt að þessi fundur styrki að þarna hafi verið kuml en að svæðið virðist hafa verið nýtt í annað síðar. „Það er grunsamlegt að finna þessa gripi í beinasafninu.“

- Auglýsing -

Nú leggur Ragnheiður mesta áherslu á gryfjuna þar sem hnefataflmaðurinn fannst en reynt verður að klára að grafa hana upp fyrir lok vikunnar. „Við erum ekki komin til botns í henni, við höfum lítið getað grafið í dag vegna veðurs. Við vonumst til að geta sagt hvers konar gryfja þetta var með nánari rannsóknum fyrir lok vikunnar,“ segir Ragnheiður í samtali við Austurfrétt.

Sjá meira hér: Kuml fannst á Seyðisfirði: „Við sjáum að beinin eru ekki öll á sama stað“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -