Holl og góð fiskmáltíð á stuttum tíma – 543 krónur á mann – Saltfiskur með döðlu og möndlusmjöri

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er mjög dýrt að versla í matinn og fólk er alltaf á höttunum eftir ódýrum, hollum og góðum réttum sem hægt er að bera á borð á matmálstímum. Ekki er svo verra ef matargerðin tekur ekki mjög langan tíma. Mannlíf ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og kemur nú með hugmynd af hollum og góðum saltfiskrétt.

 

Hráefnin

Saltfiskurinn kom frá Norðanfiski fékkst frosinn í Bónus og kostaði 652 krónur (0,473 kg).

Íslenskt smjör 100 gr, 108 krónur

Kartöflur 500 gr, 135 krónur

Möndluflögur 20 gr, 64 krónur

Döðlur þrjú stykki, 30 krónur

Gúrka, tómatar og laukur, 98 krónur

Samtals kostaði innihald réttarins 1.087 krónur eða 543 krónur á mann.

 

Það má nota í rauninni það sem til er á heimilinu til þess að borða með réttinum og einnig er hægt að nota annað en döðlur og möndlur, gaman að prófa eitthvað nýtt og nýta það sem til er fyrir á heimilinu.

 

Aðferð

Saltfiskurinn var gufusoðinn í Airfryer  en það má elda fiskinn á hvaða hátt sem er. Bragðið heldur sér lang best ef fiskurinn er gufusoðinn. Það er ekki nauðsynlegt að nota Airfryer.

Kartöflurnar vorur settar í örbylgju í eldföstu móti í fimm mínútur, til þess að stytta eldunartíma þeirra í ofninum. Síðan voru þær kryddaðar, (þarf ekki að krydda) og velt upp úr örlítilli olíu. Því næst skellt í ofninn á grill í fimm mínútur og þeim snúið þegar tíminn er hálfnaður. Hér má líka nota Airfryer, kemur mjög vel út.

Íslenska smjörið sett í pott ásamt niðursöxuðum döðlum og möndluflögunum. Látið malla saman við meðalhita í um það bil 7 mínútur. Smjörinu með döðlunum og möndlunum er svo hellt yfir saltfiskinn.

 

Eldunartíminn er um 10 mínútur en með öllum undirbúningi tekur þetta 15 mínútur. Verði ykkur að góðu.

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -