Sunnudagur 25. september, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hönnu Birnu hótað lífláti og gekk með neyðarhnapp svo mánuðum skiptir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var ítrekað hótað lífláti og gekk með neyðarhnapp á sér svo mánuðum skiptir. Þegar þau foreldrarnir þurftu að setja niður með börnunum til að útskýra öryggiskerfi og virkni rauðra neyðarhnappa sagði hún hingað og ekki lengra hvað varðar þátttöku í stjórnmálum.

Ástæða hótananna var Lekamálið svokallaða árið 2014 sem endaði með þeim hætti að fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka trúnaðargögnum um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu í fjölmiðla. Á endanum sagði Hanna Birna af sér ráðherraembættinu vegna málsins og tveimur árum síðar hætti hún í pólitík. „Þetta er ekki tímabil sem mig langar mest til að rifja upp.“ sagði Hanna Birna í útvarpsþættinum Segðu mér á Rás 1.

Þar viðurkenndi Hanna Birna að hún hafi hlotið morðhótanir og þurft að þiggja sérstaka öryggsigæslu í hálft ár vegna hótana. „Það gerðust hlutir á minni vakt sem mér fannst ég þurfa að taka ábyrgð á og tók ábyrð á. En ég veit það í hjarta mínu að ég reyndi að gera hlutina rétt. En þarna komu upp alls konar orð sem auðvitað særa mjög mikið. Orð sem mér persónulega þóttu mjög ósanngjörn og fólkinu í kringum mig,“ segir Hanna Birna og heldur áfram:

„Ég gerði mér grein fyrir því að þær aðstæður sem ég stóð í, til dæmis að þurfa að taka samtal við börnin sín um að við séum ekki örugg og kenna þeim á öryggisgæsluna, og að vera þannig raunverulega hræddur um sig og sína. Einhver í hörku sinni getur sagt „hún átti þetta bara skilið“ en þegar svona er farið að bitna harkalega á fólkinu sem þér þykir vænst um þá settumst við niður og sögðum þetta er orðið gott. Mín skuldbinding gagnvart kjósendum og málstað Sjálfstæðisflokksins getur ekki gert það að verkum að þú þurfir að setjast á móti börnunum þínum og útskýra fyrir þeim rauða hnappinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -