Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hópur unglinga ógnaði manni með hnífi og rændi hann en þetta kom í ljós við handtökuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær vegna manns sem áreitti konu. Lögregla fór á staðinn og stillti til friðar en báðir aðilar voru undir áhrifum áfengis. Starfsmaður verslunar hringdi á lögregluna í gær vegna fíkniefna sem fundust í verslun. Lögregla haldlagði efnin en enginn liggur undir grun að svo stöddu.

Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um vopnað ráð við verslun í austurborginni. Gerendur voru nokkrir og eru þeir sagðir hafa ógnað með hnífum. Skömmu síðar var tilkynnt um líkamsárás við sömu verslun þar sem hópur manna var sagður hafa ráðist að einum. Einn geranda var handtekinn og passaði hann við lýsingu á geranda í ráninu sem átti sér stað stuttu áður. Meint þýfi fannst á manninum en sökum aldurs var haft samband við barnavernd.

Á bráðamóttöku var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna sjúklings sem var orðinn verulega æstur. Hann róaðist við nærveru lögreglu og því var ekki þörf á frekara inngripi. Þá sinnti lögregla einnig reglubundnu umferðareftirliti og hafði afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -