Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hræddur um að hundar muni finna fyrir aðskilnaðarkvíða þegar eigendurnir snúa aftur til vinnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegna útbreiðslu COVID-19 hefur fólki víða um heim verið gert að halda sig heima eftir bestu getu. Margt fólk vinnur heiman frá sér og er því heima nánast öllum stundum.

Roger Mugford, hundaþjálfari Elísabetar Bretlandsdrottningar, segir flesta hunda vera hamingjusama með þessa miklu heimaveru eigenda sinna en hann telur heimaveruna geta haft þær afleiðingar að margir hundar muni finna fyrir aðskilnaðarkvíða þegar eigendur þeirra geta snúið til baka í vinnuna.

Þessu greindi hann frá í viðtali við The Times. Hann segir flesta hunda njóta þess að hafa fólkið sitt heima og eru nú margir orðnir góðu vanir.

Hann segir aðskilnaðarkvíða hjá hundum geta valdið ýmsum vandamálum. Til dæmis eiga kvíðnir hundar það til að naga húsgögn, gelta í auknum mæli og gera þarfir sínar innanhúss. Hann segir suma hunda jafnvel fara sér að voða með einhverjum hætti finni þeir fyrir kvíða.

Hann mælir með að hundaeigendur fjárfesti í litlum öryggismyndavélum sem gerir þeim kleift að fylgjast með ferfætlingunum sínum þegar veirufaraldurinn er yfirstaðinn og fólk snýr til baka í vinnuna.

Hann mælir einnig með að fólk byrji á því að skilja dýrin sín eftir í stutta stund í einu til að venja þau aftur við að vera ein heima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -