Hrafnhildur með töfralausnina sem léttir á sálinni – Svona kaupir þú inn fyrir innan við 100 þúsund

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hrafnhildur nokkur finnur fyrir rosalegum létti á sálinni eftir að hafa náð stjórn á matarinnkaupum heimilisins. Nú tekst henni að versla inn fyrir heimilið fyrir innan við 100 þúsund krónur.

Sparnaðarráð Hrafnhildar sem hún deilir innan hópsins Sparnaðar tips hafa gjarnan vakið mikla athygli. Hún hefur verið iðin við að deila ráðum með öðrum grandvörum neytendum og segir hún lykilatriði vera gott skipulag. Þetta skrifar hún í dag inn í hópinn:

„Fyrir skipulags frík eins og mig þá er það rosalegur léttir fyrir sálina að hafa náð stjórn á matarinnkaupum fyrir heimilið. Helgarinnkaupin líta svona út! 20 hlutir sem vantar og líklegur kostnaður bara um 7.300kr! Það sem ég hef tileinkað mér það sem af er árs er.
– Föst upphæð fyrir mat og öðru úr matvörubúðum/skyndibita/bakarí lagt inn á fyrirframgreitt kreditkort í byrjun mánaðar. Ég valdi 150.000kr fyrir okkar 3ja manna heimili.

– Magn innkaup í byrjun mánaðar, kjöt,fiskur, þurrvara
-Vikumatseðlar eftir stöðu á frysti, skápum og hvað er í gangi hjá famelíunni þá vikuna.

– Sveigjanleiki innan vikunnar, mun auðveldara ef allt er til í skápum og kistu.Ég hef náð janúar og febrúar á rétt rúmlega 100.000kr á mánuði. Þetta var flóknara í byrjun enn nú er þetta ósköp lítið mál, mars matseðlar tilbúnir og ég gæti planað apríl á 10 mínútum.“

Hildur er ein fjölmargra sem kann að meta hin góðu ráð Hrafnhildar. Hún þekkir sjálf hversu mikilvægt er að vera skipulagður. „Ég er einmitt í svipuðum pakka! 4 í heimili, þar af 2 strákar sem eru botnlausir. Samt bara 100k á mánuði! (Plús skólamatur að sjálfsögðu),“ segir Hildur.

Og Anna Margrét er líka ánægð. „Við erum að hefja þriðja mánuðinn okkar svona líka og þetra er gríðarlegur léttir, tímasparnaður og peningasparnaður,“ segir Anna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -