Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hrannar fékk 8 ára fangelsi: Segist hafa skotið fyrrverandi kærustu óvart en ætlaði ekki að drepa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrann­ar Foss­berg Viðars­son var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir að hafa skotið mann og konu á bíla­plani 10. fe­brú­ar 2022. Hann gerði árásina við Þórðarsveig í Grafar­holti. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn í dag. Hrann­ari gert að greiða fórnarlömbunum miska­bæt­ur upp á 4,5 milljónir króna að viðbættum vöxtum.

Hrann­ar viðurkenndi fyrir dómi að hafa stór­fellda lík­ams­árás en hafnaði því að hafa ætlað að myrða mann­inn og kon­una. Kon­an, sem varð fyrir árásinni var fyrr­verandi unnusta Hrannars. Hún fékk lífs­hættu­legt skot í kviðinn en maður­inn fékk skot í lærið. Skotmaðurinn var í 30-40 metra fjar­lægð frá fórn­ar­lömb­un­um í farþega­sæti bíls þegar hann hleypti af skot­un­um.

Hann rökstuddi skort sinn á drápsvilja með því að „þá hefði ég bara tæmt hylkið“.

Hrann­ar skilgreindi manninn sem óvin sinn. Hrann­ar hafði  beðið fyr­ir fram­an heim­ili fyrr­ver­andi kær­ustu sinn­ar um nótt­ina. Bíll hans var kyrr­stæður í bíla­stæði þegar fórnarlambið, 25 ára gam­all maður, birtist í leigu­bíl. Fórn­ar­lambið var þarna kom­ið  til að hitta fyrr­ver­andi kær­ustu hins ákærða. Tók hún á móti hon­um við bíl­inn.

Hrann­ar kallaði til parsins. Maður­inn úr leigu­bíln­um gekk í átt að bíln­um. Hinn ákærði skaut tveim­ur skot­um af  tæp­lega 40 metra færi úr farþega­sæti bíls­ins. Hann hæfði kon­una sem er tví­tug í kviðinn og mann­inn, sem er 24 ára, í lærið. Kon­an var í lífs­hættu um tíma að sögn lækn­is sem kom fyr­ir dóm­inn.

Hrann­ar fullyrti fyrir dómi að árás­in hafi beinst af mann­in­um en kon­an hafi óvart verið skot­in. Hrann­ar sagði að þeir hafi verið í sitt­hvor­um vina­hópn­um og átök hafi átt sér stað á milli hóp­anna.

- Auglýsing -

Skotárásin á Grafarholti hefur orðið kveikjan að fjölmörgum árásum þar sem hnífar og eldsprengjur koma við sögu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -