Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Hraun flæðir yfir varnargarðana og ógnar Suðurstandavegi: „Við erum stöðugt með augun á þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það er að byrja að hrauna yfir varnargarðana að austanverðu á Fagradalsfjalli og það er mikið magn af hrauni að flæða til suðurs sem gæti hæglega ógnað Suðurstrandavegi á einhverjum tímapunkti. Frágangi er auðvitað ekki lokið og þetta gæti seinkað öllum ferlum um um það bil viku,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, en rauðglóðandi hraun flæðir nú til staðar að átt að varnargörðunum og áleiðis í Nátthaga.

Rögnvaldur segir í samtali við Mannlíf að fólk megi alls ekki vera á ferli fyrir neðan garðana í Nátthaga þar sem hraunið sé farið að renna af krafti. „Við erum stöðugt með augun á þessu. Vakstjórar, björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar eru til alltaf til staðar og fylgjast af nákvæmni með öllu og tryggja að fólk sé ekki á ferli neðan við garðana. Flestir hlýða því en það eru alltaf einhverjir sem ekki eru kunnugir staðháttum og þarf að leiðbeina. Það er auðvelt að villast frá neðra bílastæði”.

Rögnvaldur segir að bygging varnargarðana sé gríðarlega lærdómsríkt ferli. Vel sé fylgst með og skýrslur teknar saman um stöðuna á hverjum tímapunkti.

„Það er spennandi og gaman að hafa náð að prófa garðana. Þeir hafa virkað í heila viku sem er afar jákvætt og sýnir okkur að hönnunin er að virka. Auðvitað ræður alltaf náttúran á endanum en bygging garðanna er lærdómur til framtíðar. Við vitum að það getur gosið hvenær sem er á Reykjanesskaganum og þarna hefur okkur öðlast reynsla og lærdómur til að verja ef til vill önnur mannvirki síðar meir”.

Fyrir þá sem hyggjast fara að gosinu þessa helgina segir Rögnvaldur sömu reglur gilda og alltaf, að búa sig vel, virða merkingar, og fara nákvæmlega eftir fyrirmælum viðbragðsaðila á svæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -