• Orðrómur

Hraunað yfir liðsfélaga Gylfa á samfélagsmiðlunum – Everton segir hann alsaklausan

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Englendingurinn Fabi­an Delph, liðsfélagi Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, fékk að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að skilaboð gengu hratt um heim samfélagsmiðla þess efnis að Delph væri leikmaðurinn sem Everton hefði rekið tímabundið vegna kynferðisafbrots gegn barni.

Stuttu síðar kom það í ljós að Delph var ekki leikmaðurinn sem var rekinn, heldur íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

- Auglýsing -

Hinn enski Delph var á sam­fé­lags­miðlum rang­lega nefnd­ur sá leikmaður Evert­on sem sæt­ir lög­reglu­rann­sókn og tug­ir þúsunda notenda samfélagsmiðla deildu sín á milli skila­boðum um að Delph hefði verið tekinn fastur og gerð hús­leit hjá honum.

Það kemur skýrt fram í grein í The Sun að Delph sé alsak­laus og hafi dreg­ist inn í umræðuna þar sem Everton ákvað að skýra ekki frá því hver grunaði leikmaðurinn væri, en Delph er jafnaldri Gylfa en tekið var fram í opinberri yfirlýsingu frá Everton að umræddur grunaður maður væri 31 árs gamall; þá komu í raun bara tveir til greina, Gylfi og Delph.

- Auglýsing -

Afleiðingarnar voru slæmar fyrir Delph sem fékk yfir sig ljótar færslur og ógeðsleg skilaboð á samfélagsismðlum. En eftir að ljós var að Delph sé ekki grunaði leikmaðurinn, lauk þessari orrahríð, en eðlilega var honum mjög brugðið.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -