Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Auður Jónsdóttir: Þegar ég var að vinna í Bókabúð Máls og menningar datt ég niður alla stigana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var líka ákveðin lífhræðsla. Maður gat dottið niður hvar sem var. Ég datt einu sinni þegar ég var rétt komin yfir Snorrabrautina og einhvern tímann þegar ég var að vinna í Bókabúð Máls og menningar datt ég niður alla stigana. Þannig að þetta kom reglulega fyrir á svona 10 ára tímabili,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur í forsíðuviðtali Mannlífs.

Auður segir að það sé svo skrýtið þegar hún hafi verið að ranka upp eftir flog. „Það var verið að spyrja mann hvað maður héti og maður vissi það ekki um stund og minnið var í einhvern tíma að dunka inn. Svo hætti þetta þegar ég var svona 25 ára.“

Auður bjó um tíma í Berlín og segir hún að þar hafi taugalæknir tekið hana af lyfjunum sem hún var á og sagt að hún hefði ekkert við þau að gera samkvæmt mælingum. Hún hefur því ekki tekið lyfin í mörg ár og ekkert gerst.

Auði langaði til að skrifa skáldsögu um manneskju sem vaknar upp úr flogi og er eins og nýfædd; hún veit ekki hvað hún heitir eða hvað neitt er. „Svo langaði mig til að vinna þetta með minningarnar. Ég las einhverja grein eftir taugasérfræðing í þýsku vísindatímariti um að við erum eigin skáldskapur. Minningar okkar eru byggðar á því hvernig persónuleiki okkar þolir að muna. Og þær eru alveg pínu tækifærissinnaðar.“

Og úr varð skáldsagan Stóri skjálfti.

Lesa meira hér

- Auglýsing -

Hér er hægt að horfa á viðtalið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -