Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Fékk 2ja ára dóm: Hringdi 2283 sinnum í barnsmóður og sendi henni 2000 SMS þrátt fyrir nálgunarbann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úrskurðurinn var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Austurlands, en maðurinn var ákærður fyrir að setja sig aftur og aftur í samband við barnsmóður sína hringingum í síma hennar og að senda henni ótrúlegan fjölda af SMS-skilaboðum.

Dóminn má sjá hér.

Það var í byrjun nóvember í fyrra sem manninum var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði; var honum til að mynda bannað að koma á eða í námunda við heimili barnsmóður sinnar. Hann mátti ekki nálgast hana á almannafæri né heimsækja hana á vinnustað hennar og mátti ekki eiga samskipti við hana í tölvu, í síma eða á nokkurn annan hátt.

Óhætt er að segja að maðurinn hafi ekki verið hræddur að brjóta nálgunarbannið og var því ákærður fyrir að hringja hvorki fleiri né færri en 1.343 símtöl í barnsmóður sína og sendi henni aragrúa af SMS-skilaboðum, eða alls 1.092 SMS-skilaboð sem komu úr ákveðnu númeri á tímabilinu frá sjötta nóvember í fyrra og til áttunda janúar á þessu ári.

Eftir áttunda janúar síðastliðinn og fram til þriðja febrúar notaði maðurinn annað númer og hringdi á þessu tímabili rúmlega fimm hundruð símtöl og sendi tæplega fjögur hundruð og fimmtíu SMS-skilaboð til barnsmóður sinnar þrátt fyrir áðurnefnt nálgunarbann. Og var hvergi nærri hættur; frá fyrsta febrúar til sextánda mars notaði maðurinn hann enn annað númer og hringdi úr því fjögur hundruð þrjátíu og fimm símtöl í konuna og sendi rétt henni líka tæp fimm hundruð SMS-skilaboð.

Samtals voru þetta því tvö þúsund tvö hundruð áttatíu og þrjú símtöl og SMS-in rúmlega tvö þúsund.

- Auglýsing -

Játaði maðurinn játaði sök fyrir dómi; var litið til þess að ekki var um hótanir að ræða; heldur tilraunir hans til samskipta við fimm ára dóttur sína.

Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára, en fram kemur í dómnum að með brotum sínum gegn nálgunarbanni hafi maðurinn rofið skilorðsbundinn dóm sem hann hlaut fyrir gripdeild fyrir tveimur árum síðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -