Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hrönn flugfreyja fór alltof fljótt: „Besta eldri systir sem hugsast getur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrönn Geirlaugsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, var borin til grafar í gær en hún fór alltof snemma, aðeins 61 ára gömul. Henni er lýst sem hæfileikaríkri, fallegri og hugulsamri. Hrönn lætur eftir sig einn son og barnabarn.

Hrönn fæddist í Reykjavík 11. september 1959. Hún lést á heimili sínu 20. janúar 2021. Hrönn ólst upp í foreldrahúsum við Grensásveg í Reykjavík. Hún lærði ung á fiðlu í Barnamúsíkskólanum, nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún stundaði fiðlunám jafnhliða skólagöngu allt til fiðlukennaraprófs frá Tónlistarskóla Reykjavíkur  og lauk jafnframt stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð.

Hrönn starfaði við tónlistarkennslu við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og lék með fjölmörgum tónlistarmönnum á tónleikum og skemmtunum. Hún varð svo flugfreyja hjá Flugleiðum og síðar lengi hjá Icelandair.

Hrönn átti eina yngri systur, Huldu, sem minnist hennar í fallegri minningargrein í Morgunblaðinu. „Hrönn systir mín. Ég er eina manneskjan sem getur sagt „Hrönn systir“. Hún er mín einkasystir. Á gamalli mynd sést Hrönn, um fjögurra ára gömul, halda í barnavagn þar sem ég svaf nýfædd. Blíður augnsvipur og umhyggja í andlitinu. Þannig var það alltaf í gegnum uppeldisárin. En það er svo undarlegt að þetta fyrsta systraband, sem sést á þessari gömlu mynd, er svo fastgróið í mér að jafnvel eftir að við höfum búið hvor í sinni heimsálfunni í yfir 30 ár finnst mér eins og hún haldi enn í vagninn minn,“ segir Hulda og heldur áfram:

„Hrönn var mjög listræn manneskja. Auk þess að vera góður fiðluleikari og gefandi fiðlukennari hafði hún mikinn áhuga á listum og listmálun. Og hún hélt í barnavagninn, besta eldri systir sem hugsast getur. Hún var mín einkasystir. Enginn annar getur sagt „Hrönn systir“. Jafnvel eftir að líf og dauði hafa nú skilið okkur að, meira en heimsálfurnar gerðu áður, mun hún alltaf búa í mér, falleg, hæfileikarík, hugulsöm. Ég elska þig, Hrönn systir, hvar sem þú ert. Megir þú öðlast hvíld og ró.“

Óskar Magnússon minnist einnig frænku sinnar með hlýjum minningum. „Skjótt hefur sól brugðið sumri. Hrönn frænka mín er fallin frá. Þegar litið er til baka við þessi hryggilegu tímamót má muna gleði, gáska og káta fundi úr þessum fyrirferðamikla stapa. Orðin frændi og frænka tákna í þennan rann ekki bara ættartengsl heldur ekki síður vináttu og væntumþykju. Þannig hafa þau ætíð hljómað af okkar vörum. Hrönn var frænka kær,“ segir Óskar og bætir við:

- Auglýsing -

„Við frænka þroskuðumst síðan hvort í sína áttina eins og vera ber, hún af sinni hugþekku hógværð, en við bæði alla tíð með vitund um vináttu og frændsemi uppeldisins. Hún gerðist snemma flugfreyja og og smám saman saman viku viðkvæmir strengir hljóðfærisins fyrir þungu þrýstilofti hreyflanna í árföstu starfi skýjum ofar. Hin síðari ár lágu leiðir okkar oft saman í háloftum þessara flugferða. Var þá oft gott að vera komin hálfa leið heim þegar Hrönn birtist með sitt fágaða fas og fallega bros. Teinrétt, svipdjörf og ljúf í lund bauð hún frænda sínum hressingu. En nepjan blés og lífið varð vossamt í baráttunni við heilsubrest og óvæg mótgangsöfl. Ég minnist frænku minnar nú og ætíð með hlýjum hug frá öllum stundum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -