Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Hrossadauði líklega af völdum jarðvegsbakteríu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt virðist benda til þess að orsakir hópsýkingar í hrossastóði á Suðurlandi sem og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborgarsvæðinu, orsakist af völdum jarðvegsbakteríu; rannsóknir standa enn yfir, eins og segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Hestarnir veiktust dagana 23. til 25. nóvember síðastliðinn og ekki er vitað til að svipuð hópsýking hafi komið upp hér á landi; ekki er talið að um nýtt smitefni sé að ræða.

Matvælastofnun metur það svo að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp víðar og varar við að hross fái sprautur með ormalyfi undir húð.

Kemur fram að hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hópum; svo voru rekin saman og sprautuð með ormalyfi þann 21. nóvember; aðeins hrossin sem höfðu verið í öðru hólfinu veiktust.

Svo virðist sem bakterían hafi magnast upp í því hólfi að því, eins og segir í tilkynningunni.

Umrædd tegund baktería, Clostridium spp., myndar dvalargró og virðist vera sem þau hafi verið í miklu magni á feldi hrossanna; komist í gegnum húð þegar hrossin voru sprautuð með lyfinu.

- Auglýsing -

Einnig að bakterían fjölgar sér; myndar eiturefni undir húð og eitrið getur valdið bráðadauða sem og háum hita; umfangsmiklum bólgum undir húð sem leitt geta til dauða.

13 af 30 hrossum veiktust og 6 drápust; þykir erfitt að meðhöndla þessa tegund sýkinga. Enn er ekki er vitað hvernig stendur á því að umrætt hólf hafi mengast frekar en hólfið við hliðina, og ekki er heldur vitað hvort hætta sé á slíkri mengun víðar á Íslandi.

Matvælastofnun tekur fram í tilkynningunni að hrossin hafi verið í góðu ástandi; umhirða þeirra til fyrirmyndar og mögulegt er að veðrið hafi haft einhver áhrif.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -