Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hrottaleg hefnd hundaræktenda – Tveir Scheffer-hundar Írísar borðuð rottueitrið í garðinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Hlín Bjarnadóttir hundaræktandi er í áfalli eftir að hún komst að því í morgun að einhver hefði kastað kjöti blönduðu með rottueitri inn í garð hennar í nótt. Tveir hundar hennar komust í kjötið og eru þeir nú í meðferð hjá dýralækni. Hér fyrir neðan má sjá mynd af eiturblöndunni. Írís ræktar Scheffer-hunda og er með nokkra á heimilinu.

Of snemmt er að segja hvaða áhrif þetta hefur á þá sem borðuðu eitrið. Þær gætu enn verið í hættu, sérstaklega næstu þrjár vikur. Hún giskar á að að hún hafi týnt um hálft kíló af þessari eitruðu blöndu úr garðinum. Lögreglan skoðar nú málið en Íris telur sig vita hverjir voru að verki, ákveðnir hundaræktendur.

„Ég er bara rosalega hrædd,“ segir Íris í samtali við Mannlíf en hún óttast að menn sem geri svona séu vísir til alls. Í ljósi þess að hún er hundaræktandi  og eigandi verðlaunahunda verður að teljast líklegt að þetta sé ekki handahófskennd illska.

Íris segir það næsta víst að þetta var einhvers konar hefndaraðgerð en hún skrifaði stöðufærslu í gær, sem hún vissi að yrði eldfim. Hundaræktendur liggja því undir grun, að hennar mati, en lögreglan mun so kanna það. Hún vill þó ekki fara nánar út í það að sinni. Enda logandi hrædd um frekari hefnaraðgerðir.

Fyrr í dag vakti Íris athygli á þessum níðingskap innan Facebook-hóps hundaeigenda. Þar er fólk verulega uggandi. „Nei hvað er að gerast! Er í lagi með hundana? Djöfull er fólk viðbjóðslega sjúkt,“ skrifar til að mynda ein kona. Það á eftir að koma í ljósi, líkt og fyrr segir.

Írís hefur fengið það staðfest að rottueitur var í kjötinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -