Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hrottaleg líkamsárás á Völlunum í Hafnarfirði – Tengsl við skipulagða glæpastarfsemi ósönnuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveimur dögum fyrir jól árið 2011 varð hálfþrítug kona á Völlunum í Hafnarfirði fyrir skelfilegri líkamsárás.

Misþyrmingarnar voru svo alvarlegar að fjölmiðlar vöruðu fólk við lýsingum á þeim. Mannlíf gerir slíkt hið sama.

Svo virðist sem um persónulegan ágreining hafi verið að ræða. Hann mun hafa tengst nektarmyndum, mótorhjóli, meintum peningaþjófnaði og ásökunum um aðgerðir gegn þroskaheftu barni.

Stigmagnaðist svo ágreiningurinn með fyrrnefndum afleiðingum.

Uppgjörið

Einar „Boom” Marteinsson, leiðtogi Hells Angels á Íslandi, og alræmdustu vélhjólasamtaka heims var handtekinn fyrir árásina ásamt fimm öðrum. Öll voru þau ákærð.  Það voru þau Andrea „vonda stelpa” Gunnarsdóttir, Jón Ólafsson, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson. Voru þau ákærð fyrir sérstaklega hættulega hættulega líkamsárás, rán, nauðgun og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi auk þess að skipuleggja árásina. Ennfremur var Grímur Sveinn Erlendsson ákærður fyrir geymlu á fatnaði og vopnum sem notuð voru við verknaðinn.

- Auglýsing -

Þessi deila náði svo hámarki 22. desember þegar þau héldu að heimili fórnarlambsins. Óttar opnaði útidyrahurðina, en hann bjó um tíma í húsi fórnarlambsins. Þess ber þó að geta að hann kom með engum hætti að árásinni sjálfri. Þetta gerði það að verkum að Andrea, Elías og Jón komust óhindrað inn.

Hroðalegar misþyrmingar

Þar veittust þau með ofbeldi að konunni, slógu og spörkuðu ítrekað í höfuð hennar og líkama, meðal annars með leðurkylfu, skelltu henni í gólfið, drógu hana á hárinu um íbúðina, reyttu og klipptu eða skáru hár hennar og rifu það upp með rótum, skáru eða klipptu í hægri vísifingur hennar, slitu upp nögl á sama fingri, hótuðu því að taka af henni alla fingur ef hún segði til þeirra og neyddu upp í hana fíkniefnum.

- Auglýsing -

Andrea lagði ennfremur hníf að hálsi hennar og þrengdi öndunarveg. Elías setti fingur í kynfæri og endaþarf konunnar og kleip á milli.

Fórnarlambið hlaut margvíslega áverka. Meðal annars heilahristing, sár og mikil eymsli við kynfæri og endaþarm auk áfallastreituröskunar.

Aðkoma Einars

Aðkoma Einars að málinu var alltaf óljós. Fórnarlambið mun hafa hringt í Einar og beðið hann um að lægja öldurnar í deilu hennar og Andreu. Einar tók fálega í það. Hún kvað hann hafa hótað sér en neitaði síðan að ræða það frekar. Ljóst var að Andrea, Jón og Elías voru heima hjá Einari tveimur klukkustundum fyrir árásina og einnig var hann í sambandi við Óttar og Elías morgunin eftir árásina. Hélt hann því staðfastlega fram að það hefði á engan hátt tengst árásinni.

Eftir hálft ár í gæsluvarðhaldi var Einar sýknaður. Andrea hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Hún hafði staðið í deilum við fórnarlambið um hríð en áður voru þær nánar.

Deilurnar munu hafa snúist um síma með nektarmyndum af Andreu sem hún sagði fórnarlambið hafa hótað að deila, auk þess að stela af henni peningum. Auk þess sagði Andrea hana hafa hótað þroskaheftri dóttur sinni. Þá hafi þær einnig deilt um mótorhjól sem fórnarlambið hafði sótt áður, en Andrea sagðist hafa keypt það af fyrrverandi sambýlismanni fórnarlambsins. Töluvert síðar átti raunar eftir að koma í ljós að hjólið var stolið.

Þau voru öll sýknuð af ákæru um skipulagða glæpastarfsemi en í dómnum segir að ekkert bendi til þess að árásin hafi verið skipulögð af glæpasamtökum. Meðal annars hafi lögreglan haft undir höndum dagbækur Hells Angels og þar bendi fátt sem ekkert til þess að tengsl hafi verið á milli Vítisenglanna og hinna dæmdu.

Óttar hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Elías og Jón fengu báðir fjögurra ára fangelsi. Einar hótaði lögsókn á hendur hins opinbera og fékk sjö og hálfa milljón í skaðabætur í kjölfarið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -