Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hrottalegt morð í Íslandsferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1982 var ekki mikið um ferðamenn á Íslandi. Helst var um að ræða ferðalanga sem vildu fara á óhefðbundna ferðamannastaði og áhugamenn á borð við jarðvísindamenn um lífið á þessari einangruðu eyju í Atlantshafinu.

Þetta sama ár komu til landsins þær Yvette og Marie Luce Bahuaud, franskar systur sem hugðu á ferðalag um Ísland. “Mig langaði til Noregs og skildi aldrei af hverju við fórum til Íslands. Mig minnir að systir mín hafi endilega viljað það og fara þá á puttanum um landið“ sagði Marie í viðtali við Morgunablaðið nokkru síðar.

Hrottalegt morð og stórfelld líkamsárás

En ferðalag systranna endaði með skelfingu sem skók Ísland þar sem ferð þeirra endaði á hrottalegu morði á Yvette.

Grétar Sigurður Árnason, fæddur 1942 skaut Yvette til bana og slasaði Marie illa.

„Klukkan eitt eftir miðnætti kom hingað í Skaftafell flutningabíll á ógnarhraða og tilkynnti bílstjórinn um slys á þjóðveginum skammt vestan við Skeiðarárbrú. Hann kvaðst hafa komið þar að bíl en við bílinn voru maður og stúlka. Stúlkan var í miklu uppnámi og blóðug“. sögðu Lára V. Helgadóttir og Þorbergur Jónsson, landverðir í Skaftafelli í Öræfum.

- Auglýsing -

Logið til um bílslys

Lára sagði manninn hafa sagt að sér hefði verið tjáð af bílstjóranum að hann hefði ekið á stúlku á þjóðveginum og ætti í erfiðleikum með að hemja hana og koma henni inn í Benz-bíl sinn, henni til aðstoðar. Sagðist ökumaðurinn á Benz-bifreiðinni vera að reyna að ná talstöðvasambandi til að útvega hjálp, en það hefði ekki tekist

Þorbergur segir þau hafa hringt í lögregluna í Svínafelli og farið með lögreglumanni niður á Skeiðarársand til að veita aðstoð. „Þegar við urðum einskis vör, datt okkur í hug að ökurmaður Benz-bifreiðarinnar hefði náð stúlkunni upp í bílinn og freistað þess að koma henni undir læknishendur“.

- Auglýsing -

Blóðug og með höfuðáverka

„Þegar við ókum til baka og vorum í nánd við afleggjara að sæluhúsi, sem er skammt vestan við brúna á Skeiðarár, sjáum við stúlku í billjósunum og veifaði hún okkur. Stúlkan var mjög blóðug og með talsverða höfuðáverka. Sagðist hún hafa fengið áverka þessa af völdum manns sem hefði barið hana með riffli. Hafði hann ráðist á hana og systur hennar í sæluhúsinu“.

Síðar kom í ljós að maðurinn, Grétar Sigurður, hafði kynnt sig sem lögregluyfirvald á svæðinu og boðið þeim far sem þær þáðu, enda var maðurinn afar almennilegur. Þær sögðu manninunum að þær hygðust gista í sæluhúsi á Breiðamerkursandi.

Kom aftur með riffil

Hann ók þeim systrum að sæluhúsinu á Breiðamerkursandi, en sagði húsið fullt og ekkert svefnpláss að fá. Aftur á móti kvað hann vita um laust sæluhús á Skeiðarársandi og ók hann þeim þangað. Mættu þau á svæðið um kl. 20:00 um kvöldið og fór maðurinn skömmu síðar.

Marie sagði manninn hafa mætt aftur upp úr kl. 23:00  en þá hafi þær systur verið gengnar til náða. Ekki finnast heimildir um hvað fram fór annað en Grétar krafðist þess að systurnar kæmu með sér til Hafnar í Hornafirði þar sem þær hefðu gerst sekar um hassreykingar sem þær aftóku með öllu. Fór þá maðurinn út bíl og sótti rafmagnsvír sem hann hótaði að binda stúlkunar með. Einnig kom hann með riffil úr bílnum.

Hótaði hann stúlkunum öllu illu. Hann sló Marie Luce í höfuðið með byssuskefti og rotaði hana, barði Yvette sem náði að flyja en Grétar elti hana og skaut í bakið. Þrátt fyrir takmarkaða meðvitund heyrði Marie skotið. Þegar Grétari varð ljóst að Yvette var látin flúði hann vettvang og faldi sig í helli. Grétar var  handtekinn degi seinna.

Eftir að Marie náði meðvitund gekk hún niður á þjóðveg þar sem landverðirnir fundu hana, blóðuga, með töluverða höfuðáverka en viðræðuhæfa.

Heyrði ógurleg neyðaróp stúlkunnar

„Ég kom að Mercedes Benz bifreiðinni þar sem hún stóð skáhallt á veginum, vestan við Skeiðarárbrú. Þar voru bremsuför og virtist mér sem bíllinn hefði snúist á veginum“ sagði Sveinbjörn Garðarsson, flutningabílstjóri og vitni.“

„Reyndar sýndist mér áður að bíllinn hefði verið á fleygiferð, en svo virðist sem stúlkan hafi reynt að kasta sér út úr bílnum þegar hún varð mín vör. Maður nokkur stóð við bílinn og stoppa ég þá flutningabílinn og skrúfa niður rúðuna.“

Heyrir Sveinbjörn þá ógurleg neyðaróp stúlkunnar en á þessum tímapunkti lá Yvette látin í skottinu.

“Please help me. He tries to kill me”

„Ég spyr manninn hvað fyrir hafi komið og segist hann hann hafa ekið á stúlkuna í myrkrinu. Þá sé ég hvar stúlkan  kraflar sig í átt að bílnum mínum, grípur í stuðarann, skríður upp tröppurnar  og nær handfestu á spegilfestingunni.  Hún var skelfingu lostin og hrópaði í sífellu:„Please help me. He tries to kill me”. Sveinbjörn spyr manninn hvað gangi á og segir hann stúlkuna vankaða eftir höggið og hann skuli sjá um hana.

Sveinbjörn segir stúlkuna hafa verið mjög blóðuga á höndum og í andliti og hafi hann talið það vera vegna fyrrnefnds umferðarslyss. “Þegar ég ætla að fara að aka af stað og sækja hjálp hélt hún dauðahaldi í bílinn. Þá endurtók hún hrópin og endurtekur: „He tries to kill me”.

Sveinbjörn bað manninn að taka hana af bílnum til að hann gæti ekið áfram og var það í síðasta skipti sem sem hann sá hana áður en Marie Luce kom aftur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni til að bera vitni í málinu gegn Grétari.

Grétar Sigurður Árnason var þriðjudaginn 28 júní 1983 dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað Yvetter af ásetning með riffli og stórslasað systur hennar.

Grétar Sigurður sat af sér dóm sinn og býr nú í Reykjanesbæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -