Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Hugi Halldórsson hættur: „Takk fyrir mig, þetta var rússibani“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugi Halldórsson, einn þáttastjórnenda í sport-hlaðvarpsþáttunum vinsælu The Mike Show, hefur ákveðið að hætta í þættinum vinsæla.

 

Hugi komst hressilega í fréttirnar í haust eftir að hafa látið vafasöm ummæli falla um Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur í þættinum:

„Svar KSÍ við pistli frá konu með lyklaborð, hún veit ekkert um íþróttir. Hún skrifar pistil og KSÍ ákveður tíu dögum seinna að vakna 9:30 og svara henni.“

Hugi tók á sínum málum eins og maður og baðst innilega afsökunar á áðurnefndum ummælum.

- Auglýsing -

Þátturinn fékk á sig harða gagnrýni í kjölfarið og hafa sumir styrktaraðilar þáttanna dregið sig úr samstarfinu.

Ekki er hægt að fullyrða að ummæli Huga hafi skaðað þáttinn svo mikið að hann hafi átt engan kost annan en að hætta svo þátturinn fengið að lifa áfram, en það er hins vegar frekar líklegt.

- Auglýsing -

Hugi segir umræðuna undanfarið hafa opnað augu hans fyrir þeirri eitruðu karlmennskumenningu sem ríki innan knattspyrnusamfélagsins á Íslandi.

Eitruð fótboltakarlmennska

Í þættinum sem kom út þann 20. ágúst var farið hörðum orðum um pistla sem baráttukonan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hafði skrifað til að vekja athygli á stöðu kynferðisbrotamála innan KSÍ, en í kjölfarið sagði formaður sambandsins, Guðni Bergsson, af sér störfum sem og öll stjórn KSÍ.

Arnar Sæberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði beinskeytta færslu um The Mike Show og umfjöllun þeirra um Hönnu Björgu á Twitter og í kjölfarið hafði annar notandi á Twitter, Valþór Pétursson, samband við styrktaraðila þáttanna, og fékk þau svör að hvorki Domino’s né Coca–Cola ætli sér að styrkja þættina áfram.

Hugi birti yfirlýsingu á Twitter vegna málsins þar sem hann harmar ummæli sín, taki þau til sín og ætli hann að læra af málinu:

„Undanfarið hefur gengið yfir umræða á samfélagsmiðlum eftir ummæli sem ég lét falla í hlaðvarpsþætti. Ég baðst strax afsökunar á ummælum mínum og sá á eftir þeim, mér urðu á mistök.

Ég hef alist upp í og verið viðloðinn þennan eitraða karlmennskuheim fótboltans allt mitt líf. Án þess að gera mér grein fyrir því þá hef ég samofist menningunni sem þar ríkir.

Undanfarið hefur samfélagsleg umræða opnað augu mín fyrir því hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að endurhugsa allt það viðhorf sem mætir bæði stúlkum og drengjum í íþróttum.

Ég er 4 barna faðir og er t.d. stutt síðan 6 ára gömul dóttir mín þurfi að berjast með kjafti og klóm fyrir jafnrétti á fótboltavellinum. Þannig viljum við ekki hafa það og það er nauðsynlegt að breyta þessu. Ég stend alltaf með þolendum og fordæmi hverskonar ofbeldi. Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér. Dominos sagði skilið við þáttinn fyrir nokkru síðan, ætla að færa sig yfir í Dr. Football. Ég skil og virði ákvörðun CCEP, hins vegar finnst mér mikilvægt að við kennum þá list að ná sáttum og samþykkja einlægar fyrirgefningarbeiðnir. Hvernig ætlum við að breyta þessari menningu eða heiminum til hins betra ef við getum ekki tekið fyrirgefningarbeiðnum? Í þessu máli skipta kostunaraðilar mig engu máli, þetta er persónulegt, ég ætla að einbeita mér að því að verða betri manneskja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -