Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hugmynd frá Ítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heima með Helga hefur runnið sitt skeið á enda um leið og slakað hefur verið á samkomubanninu. Síðasti þátturinn var um liðna helgi. Hugmyndina að þættinum fékk Helgi Björnsson frá ítölskum vinum sínum.

„Kveikjan að þessu varð vegna þess að við Vilborg bjuggum á Ítalíu. Þar eignuðumst við marga góða vini sem við höldum enn sambandi við. Þegar vírusinn fór af stað á , á undan því sem var hér, sáum við viðbrögðin þar í gegnum Facebook. Fólk fór út á svalir og söng. Svo var fólkið farið að streyma beint úr stofum sínum og jafnvel margir tónlistarmenn að koma fram í einu, hver á sínum stað. Vilborg, sem er altalandi á ítölsku, sýndi mér þetta. Þá hugsaði ég með mér að auðvitað ætti maður að gera eitthvað skemmtilegt í þessa veru. Þegar stefndi í samkomubann og að öllum viðburðum, sem ég hafði verið ráðinn til yrði frestað, ákvað ég að setja í gang viðburð. Ég hafði samband við Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra Símans, og kynnti hugmyndina um að vera með tónleika í beinni útsendingu undir formerkinu heima. Honum leist strax vel á þetta. Hann var þó aðeins hikandi við að taka skrefið. Loks sagði ég við hann að við ætluðum að setja þetta í gang næsta laugardag og myndum streyma þessu. Það var allt klárt. Ég var með hljómsveitina og búinn að redda staðnum og græjum. Þá hrökk Pálmi í gang og sagðist vera með. „Ég elti þig,“ sagði hann og við vorum með Símann með okkur frá byrjun sem gerði þetta allt miklu stærra en ef um einfalt streymi á Facebook hefði verið að ræða.“

Hljómsveitin Helgi Björns og Reiðmenn vindanna héldu uppi fjöri næstu sjö laugardagskvöld á Símanum og þjóðin horfði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -