Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.1 C
Reykjavik

Hugsanlegt að Sölvi Tryggvason birtist að nýju – Samið um eignarhald á hlaðvarpi fjölmiðlamannsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðræður standa yfir um eignarhald  á hlaðvarpsþáttum Sölva Tryggvasonar og mögulega birtingu þeirra að nýju en þættirnir hafa ekki verið aðgengilegir síðan harðar ásakanir dundu á Sölva fyrir fimm mánuðum. Þetta fullyrðir DV. 

Einni viku eftir að Sölvi Tryggvason var kærður til lögreglu, þann 12. maí, voru hlaðvarpsþættir hans teknir niður. Hvorki var hægt að horfa á þættina á Youtube né á hlaðvarpsveitum. Fram kom í fréttum að KIWI auglýsingastofa hafi óskað þess að efnið yrði fjarlægt. Nýjar upplýsingar herma að Sölvi sjálfur hafi viljað efnið burt af miðlunum.

Þá kemur einnig fram að fyrrverandi starfsmenn hafi átt í samningaviðræðum síðustu vikur um eignarhald þáttanna. Allir 107 þættir Sölva séu þar, auk annars efnis sem ekki hefur verið birt áður.

Hlaðvarpsþættir Sölva eru taldir þeir vinsælustu sinnar tegundar hér á landi. Ætla má að um 35 þúsund manns hafi hlustað reglulega á þættina. Vinsælasti þátturinn var seinasti þáttur Sölva en sá hafði 100.000 áhorf á Youtube áður en hann var fjarlægður. Viðmælandi í þeim þætti var Sölvi sjálfur en Saga Ýrr Jónsdóttir, fyrrverandi lögmaður Sölva, var í hlutverki spyrils. Í þættinum, sem var afar tilfinningaþrunginn, ræddu þau ásakanir á hendur Sölva um kynferðisbrot. Tvær konur kærðu Sölva til lögreglu en ekkert bólar enn á niðurstöðu. Heimildir Mannlífs herma að öðru málinu hafi verið vísað frá.

Ekki er gefið upp hvað sé á bak við samningaviðræðurnar og hvort tilgangurinn sé að birta podcast-þættina aftur. Þar sé að finna allt frá stjórnmálamönnum til íþróttafólks.

DV fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -