Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hulda æf yfir hvernig er farið með eldri borgara: „Ekkert eftir annað en að gefast upp og drepast bara fyrr en seinna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hulda Björnsdóttir segist fokill yfir meðferð ríksins á eldri borgurum. Hún er búsett í Portúgal og vegna gengisþróun undanfarið þá hafa eftirlaun hennar rýrnað umtalsvert. Hún segir það óþolandi hvernig örfáar ættir maka krókinn á Íslandi á kostnað hinna fátæku.

„Hvað finnst ykkur um að vera allt í einu svift 91.500 krónum á mánuði? Þar sem ég bý erlendis en fæ eftirlaun frá Íslandi er staðan svona. Gengið hefur lækkað á evrunni um 17,4 prósent á árinu samkvæmt því sem ég sé í upplýsingum hjá mínum banka á Íslandi. Tekjur mínar yfir árið hafa semsagt rýrnað um 91.500 sinnum 12 sem gerir hvorki meira né minna en 1.098.000 – segi og skrifa- eina milljón og níutíu og átta þúsund krónur á einu ári,“ segir Hulda í harðorða stöðufærslu á Facebook, sem hún biður alla um að deila „um allar trissur“.

Hún heldur áfram skammast sín að tilheyra bananalýðveldi. „Eftirlaunin eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir og þegar svona stökk verður er líklega ekkert eftir annað en að gefast upp og drepast bara fyrr en seinna. Ég skammast mín fyrir að segja frá því hvernig þetta lítur út, ekki af því ég hafi neina stjórn á þessum viðbjóði, heldur að ég skuli þurfa að viðurkenna að tilheyra bananlíðveldi sem sveltir börnin sín og murkar lífið úr þeim sem ekki tilheyra örfáum forríkum ættum sem maka krókinn með hunangi alla daga á kostnað hinna fátæku sem verða enn fátækari og deyja svo fyrr en til stóð einfaldlega úr hungri,“ segir Hulda.

Hún segir að þetta fólk myndi borga skatta eins og almenningu þá væri þetta ekki vandamál. „Þvílíkur andskotans viðbjóður þetta er! og svo grenja þeir sem stela undan skatti án þess að blikna, á hverjum einasta degi og halda að við sjáum ekki að dæmið gengur ekki upp hjá þeim og þeir geta ekki leyft sér það sem þeir leyfa sér ef skattar væru greiddir af allri vörunni og þjónustunni sem þeir veita landshorna á milli. Aumingjar og ekkert annað sem sjá ekki sóma sinn í því að greiða til samfélagsins en lifa svo eins og flottræflar.

Best að skrifa undir þetta fullu nafni til þess að hægt verði að hengja þessa djöfuls reiðu eldri borgara manneskju, sem vogar sér að vera öskureið enn eina ferðina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -