Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Hundaeigendur ráðalausir vegna Covid

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Háværa umræðu má finna á svæði íslenskra hundeigenda á Facebook um gæludýrin og Covid. Hundaeigendur eru margir ráðalausir hvort þeim sé óhætt að vera með dýrunum á tímum einangrunar og sóttkvíar.

Sigurdís Helgadóttir hundeigandi stofnar til umræðunnar. Hún segist þar Covid-smituð og leitar ráða hjá kollegum hvort hún megi fara út með hundinn sinn, tíkina Sonju sem sé orðin nokkuð göngutúrasvellt að mati eigandans. „Er ekki einhver hér sem veit hvernig það virkar, èg er með Covid. Ætli það sè í lagi að vinkona mín fari með hundinn minn í göngutúr? Væri æði ef bara þeir sem vita þetta 100% myndu svara,“ segir Sigurdís.

Og ekki stendur á svörunum í hópnum. Ylfa Carlsson kemur sér beint að kjarnanum. „Þú ert með FLENSU, ekki hundurinn,“ segir Ylfa sem telur öðrum greinilega heimilt að fara út með Sonju.

Rósa Björk Guðjónsdóttir telur það einnig í lagi. „Það þarf að fara út með hundinn! Það ætti að vera í lagi að félagi/ vinkona fari út með hundinn eða taki hann tímabundið í fóstur og passi eftir fremsta megni uppá sóttvarnir. Gangi ykkur vel. Ps. það er ekkert 100% í þessu,“ segir Rósa. 

Þórdís Karen Þórðardóttir hundeigandi segir hins vegar hafa fengið önnur svör varðandi covid-einangrun og sinn hund. „Ég fékk þau svör að enginn mætti hitta okkar meðan við vorum í einangrun, hann getur borið smit á feldinum. En endilega athugaðu hvort hjúkrunarfræðingurinn gefi grænt á að aðili með mótefni fari út með hann, eða hvort þú megir keyra eitthvert,“ segir Þórdís.
Aníta Rut Axelsdóttir telur það vera mikla áhættu fyrir hundeigendur að vera með dýrum þegar sýktir eru. „Finnst það mjög áhættusamt þar sem að þú snertir hundinn þinn og ólina/beislið.“ Sæunn nokkur tekur í sama streng. „Þegar ég var í sóttkví mátti ég ekki senda einhvern annan með hundinn til dýralæknis til dæmis, af því að þó hundarnir smiti ekki þá getur þetta sest í feldinn á þeim rétt eins og á hurðahúnana,“ segir Sæunn. 
Ef þú ert með Covid og vantar hugmyndir fyrir hundinn þinn á meðan einangrun stendur þá finnur þú einhverjar hugmyndir hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -