Hvað bjóða olíufélögin í sumar?

Deila

- Auglýsing -

Nú, í upphafi ferðasumarsins mikla, bjóða olíufélögin viðskiptavinum eitt og annað sem ætti að vera neytendum í hag. Eldsneytisverð er æði misjafnt og getur borgað sig að kanna áður en lagt er af stað hvort einhverjar krónur megi spara.

Atlantsolía býður viðskiptavinum með dælulykla að skrá það sem kallað er Ferðavikur á „mínum síðum“ og fá þeir þá 25 kr. afslátt af bensínlítranum í fjórar vikur. Olís býður viðskiptavinum að kolefnisjafna frítt í sumar með því að láta fjórar krónur af hverjum lítra renna til verkefna Landgræðslunnar á sviði kolefnisbindingar. Lykil- og korthafar Olís geta skráð sig á vefnum.

Þá fæst 15 króna afsláttur af bensínlítranum á nokkrum ÓB-stöðvum í júní en stöðvarnar eru: Minni Borg, Stykkishólmur, Selfoss, Grindavík og Hlíðarbraut á Akureyri.

- Advertisement -

Athugasemdir