Alþingi óskaði eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um reglur vegna uppkosninga. Lítur dómsmálaráðuneytið svo á að aðeins sé endurtekin atkvæðagreiðsla í kjördæminu þar sem deilur eru um niðurstöðuna. Nota skuli sömu kjörskrá og í fyrri atkvæðagreiðslu.
Þá sé ljóst að framhald yrði á reglubundnum kosningum en ekki nýtt ferli. Þetta er meðal þess sem kemur frá í minnisblaði frá ráðuneytinu.
Auk þess sé hvergi hægt að finna í lögum ýtarlega skilgreiningu á hugtakinu. Hvernig skal framvæma uppkosningar sé heldur ekki hægt að finna í lögum.
Í fimm greinum er uppkosninga samt sem áður getið.
Dómsmálaráðuneytið segir í minnisblaðinu að aldrei hafi uppkosningar farið fram í heilu kjördæmi.
Ljóst er að málið er fordæmalaust.
Vísir fjallaði um málið