Hvar eru karlarnir?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Vorið 2009 fórum við af stað með það verkefni að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja upp í að minnsta kosti 40%. Við héldum að með því myndi konum í stjórnunarstörfum þar með fjölga sjálfkrafa. Hvorugt gerðist. Ekki einu sinni lagasetning dugði til að fjölga konum upp í þetta hlutfall. Ekkert hefur breyst með hlutdeild í stjórnunarstörfum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA).

FKA verður með ráðstefnu miðvikudaginn 31. október þar sem hulunni verður svipt af Jafnréttisvoginni, mælaborði með tölfræðiupplýsingum um jafnrétti bæði í fyrirtækjarekstri og í opinberum störfum. Hún verður líka birt á vef FKA.

Rakel segir marga sammála um að jafnréttismálin skipti máli. Samt sé meirihluti stjórna fyrirtækja landsins enn samansett af körlum. Konur séu þrátt fyrir allt enn um þriðjungur stjórnarmanna í fyrirtækjum.

„Þetta markmið hjá mörgum karlkynsstjórnendum að fjölga konunum er meira í orði en á borði. Mjög margir tala um að vera hlynntir jafnrétti en það eru í raun miklu færri sem fylgja því eftir innanhúss,“ segir Rakel og viðurkennir að hún sé afar döpur yfir árangrinum. „Á sínum tíma var okkur bent á að í mörg ár hefðum við hitt og talað við aðrar konur. Þær mættu á fundina. Þess vegna fórum við í átak, tengdumst frábærum samstarfsaðilum sem hugsa eins og við og buðum körlum að koma á ráðstefnur okkar svo þeir heyri umræðurnar. Ef körlum er alvara og vilja jafnrétti, eiga þeir að koma á ráðstefnuna,“ segir hún.

Á myndinni eru þær Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (t.v.) og Vigdís Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri PiparTBWA sem er einn af samstarfsaðilum FKA í verkefninu.

Texti / Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Mynd / PiparTBWA. 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Umboðsmaður Beckham harðneitar að ræða hvað gerðist í veiðiferðinni

Victoria Shires, umboðsmaður David Beckham, neitar að ræða sögusagnir um veiðiferð knattspyrnumannsins fyrrverandi með Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni í...