Mikil spenna er fyrir lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta en í dag kemur í ljós hverjir verða Íslandsmeistarar þetta árið. Nokkuð sérstakt er að bæði Víkingur og Breiðablik koma til greina sem sigurvegarar. Breiðablik vann síðast titilinn árið 2010 en töluvert lengra er síðan Víkingar urðu Íslandsmeistarar, eða fyrir sléttum þrjátíu árum síðan.
Víkingur Reykjavík tekur á móti Leikni í dag á heimavelli og búast má við mikilli stemningu og spennu. Þá mætir Breiðablik liði HK.
Ljóst er að klukkan 16:00 í dag má búast við að úrslit liggi fyrir.
Klukkan 15:13 var Víkingur Reykjavík yfir með tveimur mörkum á móti Leikni.
Breiðablik var einu marki yfir á móti HK