Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hvert smáhýsi kostaði rúmar 33 milljónir – Mannlíf heimsótti íbúana í Gufunesi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kostnaður hvers smáhýsis í Gufunesi er nú metinn á 33,4 milljónir króna. Hýsin eru 30 fermetrar að stærð og er fermetraverðið því rúmlega 1,1 milljón króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Tekið er til samanburðar að meðalfermetraverð íbúða í fjölbýli í Reykjavík er 513 þúsund krónur og sérbýlis 423 þúsund krónur.

Á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs í gær gagnrýndu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þennan mikla kostnað harkalega og hversu langan tíma það tók að fá svör um kostnaðinn.

„Þessi kostnaður er galinn. Það er mjög miður að peningarnir séu ekki nýttir betur í þetta úrræði því þetta málefni er gott,“ sagði Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Innkauparáð samþykkti í maí 2019, tilboð Yabimo í byggingu 20 hýsa upp á rúmlega 189 milljónir króna, sem er tæplega 60% af kostnaðaráætluninni sem hljómaði upp á 320 milljónir króna.

Hýsin voru flutt samsett til Íslands frá Póllandi og stóðst sú vinna nokkurn vegin áætlun, en aukakostnaðurinn var vegna jarð- og lagnavinnu. Sú vinna kostaði fyrir hvert hýsi 17,5 milljónir króna, sem samsvarar um helmingi kostnaðar við hvert hýsi.

- Auglýsing -

Fulltrúi á vegum innri endurskoðunar mætti á fund innkauparáðs í gær vegna sex mánaða dráttar á svörum, en Björn segir almennu regluna vera að fyrirspurnum skuli svarað innan fjögurra vikna og töluvert fleiri vikur sé síðan desember endaði.

Mannlíf fór í gær og heimsótti íbúana í smáhúsunum í Gufunesi og fjallaði ítarlega um húsin, aðbúnað í þeim og umhverfi í gær. Þá kom í ljós að búið er í einu húsi og eignirnar í niðurníðslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -