2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hvetja fólk til að sniðganga Ömmubakstur

Gulu vestin hvetja almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri.

„Kapítalisminn hefur mörg andlit en aðeins eitt eðli, eiginhagsmuni. Ömmubakstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur lýst því yfir að vilja taka strax af láglaunafólki allan ávinning af launahækkunum nýgerðra kjarasamninga. Það eru ekki góðlegar ömmur sem standa að þessu fyrirtæki, eldri konur sem hafa lært það af reynslunni að ekkert er mikilvægara en að hlúa að ungviðinu og þeim sem eru fátæk, lasin eða standa af öðrum ástæðum veikt í samfélaginu. Ó, nei, Ömmubakstur er í reynd ömurlegt kapítalískt fyrirtæki sem er skítsama um neytendur og launafólk en hefur þann eina tilgang að gera eigendur sína enn ríkari.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Gulu vestunum á Facebook, þar sem hreyfingin hvetur almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri. Tilefnið virðast vera fullyrðingar forsvarsmanna fyrirtækisins um að þeir muni hækka verð á öll­um vör­um Ömmu­bakst­urs. Gæðabaksturs og Kristjáns­baka­rís um 6,2% frá og með 1. maí vegna launahækkana kjarasamninga.

Í ljósi þessara fyrirætluðu hækkana sagði Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Vísi að fyrirtækið væri einfaldlega knúið til að hækka verð. Það væri ekki aðeins vegna kjarasamninga heldu einnig vegna hækkunar á hráefni. „Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ sagði Vilhjálmur ennfremur.

Eins og Mannlíf greindi frá, fyrst fjölmiðla, sýnir ársreikningur félagsins hins vegar að það er ágætlega statt. Árið 2017 hagnaðist Gæðabakstur til dæmis um rúmlega 87 milljónir og greiddi félagið um 60 milljónir í arð.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is