Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hvítur, hvítur dagur vann þrenn verðlaun um helgina á Ítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur vann um helgina þrenn verðlaun á hinni virtu Torino kvikmyndahátíð á Ítalíu. Hátíðin var haldin í 37.sinn dagana 22. – 30. nóvember og var klippari myndarinnar, Julius Krebs Damsbo, viðstaddur hátíðina og tók á móti verðlaununum.

 

Myndin vann aðalverðlaun hátíðarinnar og þar með verðlaunafé að upphæð 18.000 evrur, um það bil 2,4 milljónir íslenskra króna. Einnig vann myndin AVANTI! verðlaunin sem gefa myndinni betri dreifingu á Ítalíu, og sérstaka dómnefndarviðurkenningu fyrir besta handrit. Hvítur, hvítur dagur er þar með komin upp í 12 verðlaun frá frumsýningu hennar í Cannes. Mikið ferðalag er einnig framundan hjá myndinni en hún var nýlega tekin til sýninga í kvikmyndahúsum í Noregi og Sviss, og mun hefja sýningar í Danmörku 5. desember.

Julius Krebs Damsbo tekur við verðlaununum. Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend

 

 

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -