Í eitt skipti mættu tveir karlmenn – Þess vegna eyddi ég Tinder-aðgangnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ég hef farið á Tinder stefnumót. Fullt af þeim og þau hafa verið allt frá því að vera fróðleg og skemmtileg í að vera hreint út sagt krípí og furðuleg.  Allt hófst þetta þegar ég skildi fyrir fjórum árum eftir tveggja áratuga hjónaband. Tinder var það heitasta og fráskildir vinir mínir skráðu sig í hrönnum.

Og svo hófst rússibaninn. Fyrsta deitið mitt var við herra sem leit vel út á myndum og var afar kurteis í spjalli á Netinu. Svo ég ákvað að einhvers staðar yrði ég að byrja og þáði kaffiboð. Þegar við hittumst var hann augljóslega kátur yfir að hitta mig og brosti sínu breiðasta. Þá skildi ég af hverju hann var alltaf með lokaðan munn á myndum. Hann var svo að segja tannlaus og þessar fáu tennur sem voru eftir í geiflunni voru svo að segja allar rotnaðar. Og lyktin maður! Ég skammast mín fyrir að segja það en ég afsakaði mig, sagðist þurfa á salernið og fót út um aðrar dyr. Hann er örugglega kátur í dag svo lengi sem grímuskyldan er við lýði. 

Eftir fyrsta deitið tók ég pásu en ákvað að prófa aftur. Varla voru þeir allir tannlausir! En aðrir höfðu sett in 10-20 ára myndir af sér grönnum og vel hærðum en mér mættu hálfsköllóttir karlar með ístru. Í eitt skipti mættu tveir karlmenn…..ég þarf ekki að segja meira um það og tvisvar mættu pör. Það þarf vart að taka fram að ég hitti engann af ofangreindum aftur og flúði um leið og tækifæri gafst.

Margir voru hreinskilnir strax á appinu og sögðust bara vera að leita að kynlífi. Þeim var eytt snarlega.

En sá sem situr hvað fastast í mér var forstjórinn sem bauð mér á einn dýrasta stað í bænum. Hann mætti á undan mér og þegar ég settist niður og heilsaði sagði hann umsvifalaust: ,,Þú höfðar ekki til mín.” Og gekk út. Og eftir sat ég eins og fáviti. Og þá hætti ég og eyddi prófílnum.

En Tinder er langt frá því að vera alslæmt og þótt það hafi ekki fært mér minn betri helming eignaðist ég góða vinir enda gott fyrir einstæða konu að geta gripið í símann og beðið um hjálp þegar þvottavélin lekur. Maður getur jú ekki endalaust misnotað manngæsku eiginmanna vinkvenna sinna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -