Sunnudagur 27. nóvember, 2022
3.1 C
Reykjavik

Í fréttum var þetta helst: Barinn Hrafn, Matartips, sár Jóhanna Guðrún og Einar Ágúst

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson tvívegis barinn alvarlega á Landspítalanum: „Hann ætlaði að drepa mig“

„Hnefar hans voru eins og stunguskólfur. Ég hef aldrei séð slíka hnefa og þetta var enginn venjulegur beljaki sem var ákveðinn í því að drepa mig,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur í samtali við Mannlíf. Hann hefur kært til lögreglu tvær alvarlegar líkamsárásir sem hann varð nýverið fyrir á Landspítalanum.

Hrafn hefur ítekað verið nauðungarvistaður á geðdeild spítalans á árinu og mætir hann fyrir Landsrétt í dag til að tala máli sínu um lausn frá nauðungarvistuninni. Þann 9. nóvember réðst annar vistmaður geðdeildar tvívegis á rithöfundinn, með þeim afleiðingum að Hrafn rotaðist í fyrra skiptið og í síðasti árásinni var honum bjargað af starfsmanni deildarinnar. „Þetta voru mjög grófar líkamsárásir, í tvígang. Í seinna skiptið kastaði starfsmaður sér fyrir höggið, líkt og sannur lífvörður Bandaríkjaforseta, en það var heljarhögg,“ segir Hrafn.

„Hann fékk næði til að undirbúa sig fyrir báðar árásirnar. Ég furða mig á því að það virðast engir verkferlar til eða viðbragðsáætlun til að bregðast við eftir fyrri árásina, sem var mjög alvarleg. Ég hef aldrei verið steinrotaður áður og ég skil ekki hvers vegna maðurinn var ekki færður eitthvað annað. Það er guðs mildi að hann náði ekki að klára þriðju árásina, þar sem aumingjans maðurinn hafði bitið það í sig að koma mér af jörðinni,“ segir Hrafn.

Sjá alla fréttina hér: Hrafn Jökulsson tvívegis barinn alvarlega á Landspítalanum: „Hann ætlaði að drepa mig“

- Auglýsing -

Logar allt á Matartips! eftir heimsókn Rakelar á Stokkseyri: „Mjög óspennandi og dýrt“

Rakel var ekki sátt með varninginn og verðlagið í sjoppunni á Stokkseyri eftir nýlega heimsókn þangað. Ekki bara var maturinn að hennar sögn mjög óspennandi heldur einnig dýr.

Rakel segir frá upplifun sinni í fjölmennum hópi matgæðina á Facebook, Matartips!. Þar segir hún:

- Auglýsing -

„Mæli alls ekki með fjölskyldutilboðinu á hamborgurunum í sjoppuni á Stokkseyri. 6.900 kr fyrir 4 hamborgara með millistærð af frönskum og 2l pepsi. Ekkert nema sósa, ostur og smá kál á borgurunum. Mjög óspennandi og dýrt.“

Óhætt er að segja að allt logi í hópnum eftir færsluna þar sem skiptar skoðanir koma fram. Sumir verja sjoppuna á meðan aðrir virðast hafa upplifað svipað. Birna er ein þeirra síðarnefndu. „Hahahaha var einmitt að koma þaðan. Fyrir 2 hamborgara með sósu, osti og örlitlu káli, 2 hamborgara með tómatssósu, frönskum sem þær meira að segja gleymdu fyrst, 2l. Pepsí og 2×200 krónur bland í poka borgaði ég 7530. Þeir voru alls ekki góðir, hundurinn fékk barnaborgarana því börnin vildu þá alls ekki. Fáránleg verðlagning og gæðin hræðileg,“ segir Birna.

Sjá alla fréttina: Logar allt á Matartips! eftir heimsókn Rakelar á Stokkseyri: „Mjög óspennandi og dýrt“

Jóhanna Guðrún sár út í Smartland: „Hef aldrei séð fjöl­miðil gera þetta og fannst mér það ljótt“

Stórsöng­konan Jóhanna Guð­rún Jóns­dóttir segir í við­tali við Vísi að henni hafi brugðið mjög að sjá frétt þess efnis að hún væri ó­létt; hún hafði ekki einu sinni verið búin að segja dóttur sinni að hún væri að fara að eignast nýtt syst­kin.

Jóhanna Guð­rún skildi við eiginmann sinn og barns­föður fyrr á árinu; var greint frá því að hún væri komin í sam­band með Ólafi Frið­riki Ólafs­syni – en hann var áður kærasti hennar.
Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið erfitt að sjá frétt á mbl.is um að hún ætti von á barni. Og hún er ekki sátt:

„Ef það er eitt­hvað sem ég hef lært, því miður, að í þessum geira sem ég er í þá verður maður svo­lítið bara að kyngja því að maður á sér ekkert „priva­cy“. Þetta var samt alveg pínu á­fall fyrir mig, að þetta skyldi vera til­kynnt án þess að ein­hver reyndi einu sinni að hafa sam­band við mig. Ég var ekki einu sinni búin að segja dóttur minni þetta,“ sagði Jóhanna Guð­rún í áðurnefndu viðtali við Vísi.

Sjá alla fréttina: Jóhanna Guðrún sár út í Smartland: „Hef aldrei séð fjöl­miðil gera þetta og fannst mér það ljótt“

Poppstjarnan Einar Ágúst vill deyja: „Ég er ekkert á sérstaklega góðum stað í lífinu“

Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur tekist á við þunglyndi og kvíða frá því að hann var barn og í dag er hann öryrki og hugsar reglulega um dauðann. Í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni talar hann meðal annars um þunglyndið, grófa framkomu sumra karla gagnvart konum, handtökurnar og himininn.

„Ég er með dauðahugsanir á hverjum degi og langar bara að deyja,“ segir Einar Ágúst Víðisson sem segist hafa tekist á við þunglyndi og kvíða frá því að hann var krakki. Ótta. Hræðslu. Óöryggi. „Ég nenni þessu ekki. Ég er bara kominn með nóg. Ég er mjög brotinn og er ekki á besta stað í lífinu, en ég næ edrútímum og ég næ flugi og svo grípur kvíðinn og þunglyndið inn í sem og verkirnir og ég fer niður brekku. Svo endar það með því að ég fæ mér Baileys í kaffið eða reyki eina jónu og svo upp á vagninn aftur. Það er þessi leiðindahringur í lífi mínu sem ég er orðinn svo þreyttur á. Ég er búinn að éta allan andskotann, svo sem þunglyndislyf, og ég er búinn að reyna svo margt. Ég fór á Reykjalund; ég fór í langa endurhæfingu og ég virðist ekki finna minn stað einhvern veginn.“

Langvarandi sársauki er ofboðslega erfiður

Hann er spurður hve lengi svona þunglyndistímabil standi yfir. „Vikur. Mánuði. Ár. Ég hef alveg tekið nokkur ár. Þetta er bara viðbjóður.

Ég er ekkert á sérstaklega góðum stað í lífinu andlega og má við rosalega litlu. Ég veiktist svolítið alvarlega fyrir nokkrum árum. Þegar maður verður fullorðinn verða þessir veikleikar eins og athyglisbrestur, þunglyndi og kvíði – hlutir sem maður gat hrækt úr sér í gamla daga – miklu erfiðari viðureignar, sérstaklega athyglisbresturinn, og maður er hættur að geta bitið á jaxlinn. Maður fattar að þetta er eins og fíknin og alkóhólisminn. Þetta eru krónískir sjúkdómar.“

Sjá allt viðtalið: Poppstjarnan Einar Ágúst vill deyja: „Ég er ekkert á sérstaklega góðum stað í lífinu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -