Laugardagur 12. október, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Í fréttum var þetta helst: Hödd stígur fram, karlagrobb og Texashrottinn í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert forsjármál opið – „Takk elsku Hödd fyrir að stíga fram, fyrir mig, fyrir þig og allar hinar“

 

Hödd Vilhjálmsdóttir og Ragnar Gunnarsson


„Hugrakka hugrakka kona.

Takk elsku Hödd fyrir að stíga fram, fyrir mig, fyrir þig og allar hinar. Megi hugrekki þitt veita öðrum í sömu sporum kjark til að gera slíkt hið sama.
Ég stend með þér og staðfesti jafnframt frásögn þína,“ skrifaði ein af fyrrverandi kærustum Ragnars Gunnarssonar á Facebook-vegg Haddar Vilhjálmsdóttur á dögunum.
Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburg eftir að viðtal við Hödd birtist í Vikunni. Þar lýsir hún meintu andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún sætti af hálfu fyrrverandi maka síns, en er hann þó ekki nafngreindur í viðtalinu.

Í yfirlýsingunni sem Ragnar skrifar á Facebook síðu sína um daginn sagði hann: ,,Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli.‘‘

Í viðtalinu við Hödd er hvergi talað um forræðisdeilu milli hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Mannlíf hefur nú gögn undir höndum þar sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að ekkert forsjármál sé opið þeirra á milli.

Rauði baróninn fór í trekant með knattspyrnukonum: „Eftir fjöruga nótt lagðist ég til hvíldar“

- Auglýsing -
Garðar Örn við Jökulsárlón.
Ljósmynd: Aðsend

Garðar Örn Hinriksson, oftast kallaður Rauði baróninn, er einn umdeildasti knattspyrnudómari Íslandssögunnar. Fyrir jól kom út sjálfsævisaga hans þar sem hann fer yfir ferilinn og fleira áhugavert í lífi hans. Einn kafli í bókinni vekur meiri athygli en aðrir en það er montsaga af því þegar hann fór í trekant með tveimur konum úr efstu deild kvennaknattspyrnunnar.

Hér fyrir neðan er brot úr frásögninni af trekantinum:

„Ég slysaðist eina helgina árið 2004 inn á Hverfisbarinn með félögum mínum, stuttu eftir að ég hafði verið valinn dómari ársins. Áður en ég yfirgaf staðinn rakst ég á félaga minn sem var með þremur stelpum úr boltanum sem ég kannaðist aðeins við en þekkti ekki persónulega,“ skrifar Garðar í bókina sína Rauði baróninn

- Auglýsing -

„Ein af þeim var kærastan hans og ætluðu þau rétt að kíkja í einn bjór áður en þau færu heim. Til að gera langa stuttu þú hurfu kunningi minn og kærastan fljótlega en hinar tvær urðu eftir. Einnig lét félagi minn sig fljótlega hverfa svo ég sat einn eftir með þeim“

Til að byrja með veittu þær Garðari litla athygli en um leið og þær vissu hver hann var, breyttist fas þeirra til muna.

„Þær virtust ekki þekkja mig í sjón og veittu mér litla athygli í fyrstu, en um leið og þær komust að því hver ég var breytist allt. Andlitið greinilega ekki jafn sterkt og nafnið, allt í einu var farið að koma fram við mig eins og ég væri hálfgerður guð. Bjórnum var slátrað á 0,1 og næst var beðið um tequila á borðið og svo meira tequila. Allt í einu var kominn töluverður hiti í mannskapinn.“

Hægt er að lesa eldheitar lýsingar á kvöldinu góða á mannlif.is

Texashrottinn handtekinn eftir að hafa ráðist á fjölskyldumeðlimi

 

Magnús Jónsson, gjarnan nefndur Texashrottinn, var handtekinn á dögunum á heimili sínu í Reykjavík fyrir árás á fjölskyldumeðlimi.
Hópur af lögreglumönnum mætti á heimili Magnúsar til að handtaka hann. Vitni sögðu atganginn hafa verið mikinn.
„Málið er bara í rannsókn, það er bara stutt komið. Það er búið að ræða við málsaðila og við gefum ekkert frekar upp um framvindu rannsóknarinnar,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson lögreglufulltrúi í viðtali við Mannlíf um daginn.

Staðfesti Guðmundur að Magnús væri ekki lengur í haldi lögreglu. Samkvæmt heimildum Mannlífs mætti fjöldi lögregluþjóna á vettvang umrætt kvöld og sagði Guðmundur enga áhættu hafa verið tekna.
„Ef að málið er þess eðlis það er bara metið samtímis, við tökum enga sénsa“.

Fjölskyldumeðlimir Magnúsar komu til hans síðdegis, samkvæmt heimildum Mannlífs, Til stóð að þeir snæddu með honum í tilefni af afmæli eins fjölskyldumeðlims. Skömmu síðar var hann orðinn mjög ölvaður og ljóst að ekkert yrði af afmælisboðinu. Magnús lognaðist svo út af en var þá ákveðið að fólkið færi út að borða. Þau komu aftur heim til hans seint um kvöldið. Þá var Magnús vaknaður og trylltist, samkvæmt heimildum Mannlífs. Á hann að hafa ráðist á einn fjölskyldumeðlim og dregið á hárinu, þar á eftir réðst hann svo á annan fjölskyldumeðlim og tók hann kverkataki. Sá náði að teygja sig í flösku og barði Magnús í höfuðið. Í millitíðinni náðist að hringja á lögregluna sem birtist á mettíma og var Magnús handtekinn.

Hægt er að lesa alla fréttina á mannlif.is

Fyrirvari: Fréttin hefur verið uppfærð að beiðni þolenda Magnúsar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -