Mánudagur 13. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Í fréttum var þetta helst-Sigmundur skrópaði í Silfrinu, talningar í tjóni og Glúmur gefst ekki upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í fréttum var þetta helst:

Alþingiskosningarnar voru fyrirferðamiklar í fréttum Mannlífs undanfarið en eins og alþjóð veit hélt núverandi ríkisstjórn velli og rúmlega það. Talningin gekk þó ekki snuðrulaust fyrir sig og er enn óvissa varðandi endurtalningu í Norðvestur kjördæmi en hefur sú talning verið kærð til lögreglu. Blaðakona Mannlífs var fyrst með fréttina um að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi hyggðist ekki sinna starfinu aftur. Landhelgisgæslan var einnig í fréttum en Blaðamaður Mannlífs opnaði á mál er varðaði kynferðislega áreitni Skipherrans Thorben Lund á hendur tveggja kvenna sem starfa á varðskipinu Tý. Þá vakti frétt um Facebook færsla nokkra, mikla athygli í liðinni viku. Þar sagði maður frá því er hann horfði upp á fátækan eldri borgara taka út þann litla pening sem hann átti inni á bankareikning Íslandsbanka og velti fyrir sér samfélaginu sem við byggjum í hér í landi tækifæranna. Hér eru brot úr fréttum sem vakið hafa athygli undanfarið:

Sigurður Ingi með öll spil á hendi eftir stórsigur – Inga Sæland sópaði til sín fylgi


Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er með öll spil á hendi eftir stórsigur flokksins í nótt. Flokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum, eins og staðan er núna í talningunni, og fær 13 alls.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þingmannafjölda og er áfram með 16 þingmenn. Flokkurinn tapaði tæplega 1 prósentustigi. Vinstri grænir urðu aftur á móti fyrir áfalli og töpuðu þremur þingmönnum og eru með 8 þingmenn í dag í stað 11 áður. Fyrir liggur að þetta er áfall fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og skilaboð um að stjórnarsamstarfið sé ekki æskileg. Samanlagt eru stjórnarflokkarnir með enn stærri meirihluta en áður eða 37 þingmenn en vandinn er sá að styrkur flokkanna hefur gjörbreyst og ljóst að Sigurður Ingi mun kalla eftir því að leiða ríkisstjórn, sem jafnframt þýðir að VG getur engan veginn sætt sig við.

Miðflokkur Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar hrundi í kosningunum og er aðeins með þrjá þingmenn inni í stað sjö áður. Þá eru það Sósíalistum gríðarleg vonbrigði að hafa ekki náð inn manni en flokkurinn er eins og staðan er núna í morgunsárið með 4,2 prósent fylgi og þar með undir þröskuldi um lágmarksfylgi.

Fréttin:Sigurður Ingi með öll spil á hendi eftir stórsigur – Inga Sæland sópaði til sín fylgi

Afhroð Miðflokksins: Sigmundur Davíð skrópaði í Silfrinu


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á erfitt eftir að rúmlega helmingur þingflokks hans hvarf út í buskann og eftir stendur þriggja manna þingflokkur þar sem sjö sátu áður. Miðflokkurinn fékk rúmlega 5 prósenta fylgi og rétt skreið yfir þau landamæri lífs og dauða sem færa flokkum þingsæti. Frægt var þegar Sigmundur var felldur af stóli formanns Framsóknarflokksins og hann rauk á brott af fundinum í fússi. Sigurður Ingi Jóhannsson tók þá við flokknum og vann núna stórsigur. Svipað er uppi á teningnum núna. Sigmundur hafði boðað komu sína í Silfrið en afboðaði sig á seinustu stundu í stað þess að taka ósigri sínum með sóma.
Fréttin: Afhroð Miðflokksins: Sigmundur Davíð skrópaði í Silfrinu

Glúmur viðurkennir brotlendingu: „Mér hefur mistekist hrapallega í minni fyrstu pólitísku orrustu“



„Nú er ljóst að mér hefur mistekist hrapallega í minni fyrstu pólitísku orrustu. Ég kenni engum um nema sjálfum mér,“ skrifar Glúmur Baldvinsson, einn af oddvitum Frjálslynda lýðræðisflokksins, um þá brotlendingu að flokkur hans var með aðeins 0.,4 prósent fylgi.

- Auglýsing -

Glúmur er einlægur í lokauppgjöri sínu. Hann ætlar ekki lengur að feta slóð föður síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar og afa, Hannibals Valdimarssonar, sem báðir unnu glæsta sigra í stjórnmálum. Öll Fréttin: Glúmur viðurkennir brotlendingu: „Mér hefur mistekist hrapallega í minni fyrstu pólitísku orrustu“

Ingi útilokar kosningasvindl en hættir sem formaður: „Allar vangaveltur um slíkt er bara bull“


Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Í viðtali við Mannlíf segir hann að kjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafi borist ábending frá Landskjörstjórn, morguninn eftir að lokatölur höfðu verið tilkynntar. Ábendingin var sú að litlu hefði munað í tveimur kjördæmum í sambandi við uppbótarmenn og í kjölfarið hafi kjörstjórnin fundað í hádeginu og farið í að telja atkvæðin aftur.

- Auglýsing -

Í kjörstjórn Norðvesturkjördæmis sátu Ingi Tryggvason formaður, Bragi Rúnar Axelsson, Katrín Pálsdóttir, Ingibjörg I. Guðmundsdóttir og Guðrún Sighvatsdóttir.

Þegar Ingi var spurður út í innsigli sem kjörstjórn er skylt að nota sagðist hann halda að betra væri að leggja áherslu á að læsa herbergjunum.

,,það er spurning hvort fólk viti það hvað felst i innsigli,‘‘ sagði Ingi og bætti við að ef einhver ætlaði sér inn í herbergið kæmi innsigli ekki í veg fyrir það. Enda væri um límmiða að ræða sem auðvelt væri að taka af og setja aftur á.

Öll fréttin: Ingi útilokar kosningasvindl en hættir sem formaður: „Allar vangaveltur um slíkt er bara bull“

„Ég get fullyrt að kosningalög voru brotin – Auðveldlega hægt að bæta við seðlum úr ruslinu“


„Það sem gerist er að allt í einu voru fleiri seðlar heldur en voru skráðir í byrjun,“ segir einn umboðsmannana sem var viðstaddur í Norðvesturkjördæmi um kosningahelgina.

Margar spurningar hafa vaknað eftir að töluverðar beytingar urðu áúrslitum eftir að atkvæði voru talin aftur í Norðvesturkjördæmi.

Ræddi Mannlíf við umboðsmanninn, sem vill ekki láta nafn síns getið, og rekur hann röð mistaka sem áttu sér stað. Hann tekur einnig fram að engir umboðsmenn hafi verið viðstaddir fyrir pírata eða framsóknarflokkinn.

Umboðsmaðurinn segir að öll gögnin hafi verið innsigluð í upphafi talningar en í lok dagsins þegar skilið var við gögnin hafi ekki verið gengið frá þeim eins og reglur segja til um. Þá hafi margir getað nálgast gögnin. Þá hafi einhver „vafaatkvæði“ verið metin gild.

Öll fréttin: „Ég get fullyrt að kosningalög voru brotin – Auðveldlega hægt að bæta við seðlum úr ruslinu“

Þetta er skipherra Gæslunnar sem sendur var í leyfi – Meint kynferðisleg áreitni til rannsóknar


Skipherrann sem leystur hefur verið frá störfum tímabundið hjá Landhelgisgæslunni heitir Thorben Jósef Lund. Rannsókn er hafin innan Gæslunnar á meintri kynferðislegri áreitni skipherrans gagnvart tveimur konum sem vinna um borð í varðskipinu Tý.

Thorben tók við skipherrastöðu sinni á Tý ásamt öðrum skipherra í fyrra en alls eru þrír skipherrar við störf hjá Gæslunni. Ekki hefur Landhelgisgæslan viljað staðfesta að Thorben sé hinn meinti brotamaður og þannig losa hina skipherrana úr snörunni en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er það Thorben sem hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.

Blaðamaður Mannlífs spurði forsvarsmenn stéttarfélaga bæði meintra þolenda og meints brotamanns um viðbrögð við fréttum um málið en báðir aðilar neituðu að tjá sig. Formaður stéttarfélags þolendanna sagði þó að félagið fordæmdi allt ofbeldi, kynferðislegt sem og annað ofbeldi.

Ekki hefur tekist að ná sambandi við Thorben Lund né aðra skipherra Landhelgisgæslunnar við gerð þessarar fréttar.

Fréttin: Þetta er skipherra Gæslunnar sem sendur var í leyfi – Meint kynferðisleg áreitni til rannsóknar

Guðmundi afar brugðið í Íslandsbanka: „Ég fór sjálfur inn í humátt á eftir honum“


Guðmundur segir frá samskiptum sínum við manninn inni á spjallsvæði Sósíalistaflokksins á Facebook. Færsluna kallar hann „Örsaga úr landi tækifæranna“ og við skulum gefa Guðmundi orðið:

„Eldri mađur sem gekk viđ hækju sótti Íslandsbanka núna í morgunsáriđ. Hann sem var snyrtilegur en illa skýldur fyrir kuldanum, húkti þarna undir húshorni í norđanáttinni þar til ađ bankinn opnađi. Ég fór sjálfur inn í humátt á eftir honum þegar bankinn opnar, hljóp útúr hlýjum bílnum rétt í því þegar Gunnar Smári er að ljúka máli sínu á bítinu. Ég lenti svo fyrir aftan þennan „ósýnilega“ mann hjá gjaldkeranum,“ segir Guðmundur og heldur áfram:

„Hann talaði frekar hátt vegna heyrnaskerđingar og bađ um stöðuna á reikningnum. Hann taldi ađ hann ætti að eiga um 3.000 kr, ef hann hefði reiknađ rétt. Gjaldkerinn sagði honum að hann ætti heilar 13.000 kr inni á kortinu, og mađurinn gladdist mikið við þessar óvæntu fréttir. Hann bað um að fá 5.000 kr. og tjáir gjaldkeranum að þetta væri mjög óvænt, hann kæmist þá í búđina.“

Öll fréttin: Guðmundi afar brugðið í Íslandsbanka: „Ég fór sjálfur inn í humátt á eftir honum“

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -