Páll um Helga Seljan: „Undarlegt að geðveikur maður fari með dagskrárvald á ríkisreknum fjölmiðli“
„Helgi Seljan játar sig geðveikan,“ skrifar hinn umdeildi kennari og uppáhaldsbloggari Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, Páll Vilhjálmsson. Gjarnan er vitnað til skoðana Páls í Staksteinum Morgunblaðsins og þeim gert hátt undir höfði.
Páll fer ekki fögrum orðum um fjölmiðlamanninn Helga Seljan eftir heimsókn Helga í þátt Gísla Marteins á RÚV, og mögulega má telja að skrif Páls séu á gráu svæði, jafnvel mjög ógeðfelld og óviðeigandi:
„Fréttamaður RÚV, Helgi Seljan, var í viðtali hjá öðrum RÚV-ara, Gísla Marteini, og sagði þetta: „Ég hef svo sem sagt frá því áður, ég er veikur fyrir. Ég hef þurft að leggjast inn á geðdeild,“ svaraði Helgi.
„Sá sem er geðveikur er hvorki með sjálfan sig né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag. Annars eru menn heima, taka lyfin sín, stunda reglulega hreyfingu og feta sig áfram til að takast á við lífið á ný.“
Sjá fréttina í heild sinni: Páll um Helga Seljan: „Undarlegt að geðveikur maður fari með dagskrárvald á ríkisreknum fjölmiðli“
Bryndís Schram er að niðurlotum komin: „Ég er gersamlega niðurbrotin, lífið er bráðum búið“
„Ég hugsa til ykkar þessa dagana og sendi ykkur faðmlag,“ skrifar hin stórglæsilega og frábæra söngkona, Halla Margrét Árnadóttir, á Facebook-vegg Bryndísar Schram.
Halla Margrét sló í gegn sem fulltrúi Íslands í Eurovision árið 1987, með fallega laginu Hægt og hljótt, eftir Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson.
Bryndís Schram er ánægð með kveðjuna frá Höllu Margréti, en greinilegt að ekki liggur vel á Bryndísi þessi dægrin, enda hefur eiginmaður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, þurft að verja sig í réttarsal undanfarin misseri vegna meints kynferðisbrots.
Bryndís skrifar:
„Æ, Halla, mín elska. Ég er svo gersamlega niðurbrotin, að ég hef ekki þrek til að horfast í augu við fólk. Þetta snýst ekki um réttlæti eða sannleikann – þetta snýst um illsku.
Okkur langar mest til að flýja land, flýja ofsóknirnar, hatur dóttur okkar sem stendur fyrir öllu þessu. Af hverju skyldum við þurfa að búa í þessu ömurlega samfélagi? Lífið er bráðum búið – því ekki bara njóta – njóta þess að vera saman og elska.“
Sjá fréttina í heild sinni: Bryndís Schram er að niðurlotum komin: „Ég er gersamlega niðurbrotin, lífið er bráðum búið“
Knapinn Jóhann Rúnar var dæmdur í fangelsi fyrir heimilisofbeldi: Á „sjálfkrafa“ sæti í landsliðinu
Mannlíf hefur undir höndum gögn er varða einn besta hestamann Íslands, Jóhann Rúnar Skúlason. Gögnin og heimildirnar snúa að því að Jóhann Rúnar Skúlason hafi verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku, þar sem hann hefur búið nokkuð lengi og býr enn. Var hann til að mynda með ökklaband í þó nokkurn tíma. Dómurinn var vegna árásar Jóhanns á þáverandi konu sína. Þetta er samkvæmt heimildum Mannlífs ekki eina sem brotið sem hann hefur framið.
Mannlíf hafði samband við formann Landssambands hestamannafélaga, Guðna Halldórsson, og spurði hann út í málið:
„Þegar Jóhann var valinn í landsliðið fyrir heimsleika í Berlín 2019 var ég ekki í forsvari fyrir Landssamband hestamannafélaga eða í stjórn, en ég var kjörinn formaður í nóvember síðastliðnum.“
Guðni segir: „Ég get því ekki svarað fyrir vitneskju þáverandi stjórnar, en samkvæmt mínum upplýsingum þá sé ég ekki að málið hafi komið inn á borð fyrri stjórnar, allavega ekki með formlegum hætti. Ég get á hinn bóginn staðfest að ég hafði ekki upplýsingar um umræddan dóm fyrr en nú nýlega, þrátt fyrir að hafa átt sæti í landsliðsnefnd og tekið virkan þátt í undirbúningi og utanumhaldi landsliðsins í Berlín, þar sem ég hitti Jóhann í fyrsta skipti. Þetta mál kom aldrei inn á borð landsliðsnefndar í aðdraganda heimsleika.“
Guðni nefnir einnig að „Jóhann er ríkjandi heimsmeistari og á sem slíkur sjálfkrafa sæti í landsliðinu, enda á hann rétt á að verja titla sína á næstu heimsleikum, reglum samkvæmt.
Sjá fréttina í heild sinni: Knapinn Jóhann Rúnar var dæmdur í fangelsi fyrir heimilisofbeldi: Á „sjálfkrafa“ sæti í landsliðinu
Hraktist frá Höfn eftir kynferðislega áreitni – „Fór þangað um miðja nótt til að sækja dótið sitt“
Kona, sem önnur kona braut á kynferðislega, hefur ekki stigið fæti á Höfn síðan brotið átti sér stað. Systir bæjarstjórans er gerandinn í málinu.
Mikil óværð er á Hornafirði vegna máls sem snýr að kynferðislegri áreitni konu á hendur annarri konu. Á fimmtudaginn féll dómur í málinu, sem upp kom vorið 2019. Gerandinn hefur fengið að starfa óáreittur hjá bænum frá því að atvikið átti sér stað en þolandinn hrökklaðist frá. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er gerandinn systir Matthildar Ásmundardóttur, bæjarstjóra sveitarfélagsins Hornafjarðar, og var framkvæmdastjóri hjá sveitarfélaginu þegar brotið átti sér stað. Samkvæmt heimildum Mannlífs var ráðning systur bæjarstjórans nokkuð umdeild á Höfn en viðmælendur Mannlífs kannast ekki við að staðan hafi verið auglýst. Var hún ráðin af sveitarfélaginu þegar Matthildur var orðinn bæjarstjóri en síðan þá hefur einkafyrirtæki tekið yfir rekstur stofnunarinnar. Hún vinnur þar enn.
Konan var sakfelld fyrir kynferðislega áreitni gegn annarri konu og átti atvikið sér stað í rúmi á hótelherbergi við Rauðarárstíg er kvennahópur frá Hornafirði fór í vinnuferð til Reykjavíkur. Báðar konurnar voru starfsmenn sveitarfélagsins. Var konan dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna brotsins, sem skilgreint er sem kynferðisleg áreitni, og til greiðslu 450.000 króna í skaðabætur auk málskostnaðar.
Sjá fréttina í heild sinni: Hraktist frá Höfn eftir kynferðislega áreitni – „Fór þangað um miðja nótt til að sækja dótið sitt“
Lestu nýjasta vefblað Mannlífs hér: