Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Í mál vegna Boeing 737 Max flugvéla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirtækið sakað um að hafa lagt áherslu á gróða á kostnað heiðarleika og öryggis.

Hluthafar í Boeing hafa höfðað mál á hendur fyrirtækinu á þeim forsendum að það hafi ekki verið heiðarlegt vegna öryggisbúnaðar Boeing 737 Max flugvéla, en eins og kunnugt er urðu tvö mannskæð flugslys með nokkra mánaða millibili sem eru rakin til bilunar í búnaði slíkra véla. Annars vegar flugslys í Eþíópíu í síðasta mánuði þegar allir 157 farþegar um borð létust og hins vegar þegar flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október.

Samkvæmt lögsókninni á Boeing að hafa lagt áherslu á gróða og stækkunarmöguleika fyrirtækisins á kostnað heiðarleika og öryggis, að því er fram kemur á vefsíðu Reuters. Hluthafinn Richard Seeks sakar Boeing um að hafa flýtt fyrir framleiðsluferli 737 Max til að geta keppt við samkeppnisaðilann Airbus og um leið hafi fyrirtækið vanrækt að hafa aukabúnað með vélunum, búnað sem hefði geta komið í veg fyrir fyrrnefnd slys.

Eins og greint hefur verið frá á Mannlífi hefur Icelandair tekið sínar Boeing 737 Max flugvélar úr rekstri um óákveðinn tíma. Icelandair mun ekki fljúga nýjum flugvélum sínum þangað til búið verður að ganga úr skugga um að öryggi þeirra sé tryggt. Flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund áður en Icelandair tók sína ákvörðun. Allt fram að tilkynningunni var það afstaða Icelandair að flugvélarnar væru öruggar og að ekki væri ástæða til að kyrrsetja vélarnar.

Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -