Miðvikudagur 22. mars, 2023
3.8 C
Reykjavik

„Í mekka íhaldsins er tekin ákvörðun um að standa ekki með því að skapa fjölbreytt skólastarf“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í Garðabæ segir að „það eru þó nokkur tíðindi að sjálfstæðismenn og vinstri vængur minnihlutans, Garðabæjarlistinn, sameinist í afstöðu um rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skóla.“

Hún bætir því við að „fulltrúar beggja höfnuðu tillögu okkar í Viðreisn um að bæta rekstrarskilyrðin líkt og önnur sveitarfélög eru að gera. Það eru ekki mikil tíðindi að sjá vinsti flokka hafna slíkum úrbótum á rekstrarskilyrðum en að í mekka íhaldsins sé tekin ákvörðun að standa ekki með því að skapa sem best skilyrði fyrir fjölbreytt skólastarf og valfrelsi verða að teljast heilmikil tíðindi.“

Sara segir að endingu að „við afgreiðslu tillögunnar lagði ég fram bókun:

„Það kemur verulega á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ standi ekki með sjálfstæðum skólum og greiði atkvæði gegn því að bæta rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skóla, líkt og ákveðið hefur verið að gera í Hafnarfirði og Reykjavík.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -