Laugardagur 24. september, 2022
12.8 C
Reykjavik

Íbúar brjálaðir útaf Sundabrú: „Þetta er ógeðslega ljótt og hræðilegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er allt að sjóða upp úr í hverfishópum Grafarvogs og Holtahverfis á Facebook vegna hugmyndar Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra um Sundabrú. Fjölmargir íbúar er hreint út sagt brálaðir á meðan aðrir hoppa af kæti.

Sigurður leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. Gjaldtaka er fyrirhuguð á Sundabrú.

Hér má sjá hugmyndina að Sundabrú sem íbúar eru miskátir með.

Viðar nokkur stofnar til umræðu um málið inni í hverfishópi Grafarvogsbúa: „Verðum við Grafarvogsbúar spurðir að því hvort við viljum fá Sundabraut hér í gegnum hverfið okkar? Ég tel að þetta mannvirki muni ekki bæta Grafarvog að einu eða neinu leiti. Lega brautarinnar liggur í gegnum Geldinganes og í gegnum allan vesturhluta hverfisins en þetta svæði er útivistarsvæði okkar í dag og er gjörsamlega ónýtt eftir þetta. Hvað segja þeir sem búa í Borgarhverfi? Þetta er hraðbraut sem er verið að leggja við húsvegginn hjá ykkur. Nei takk þetta þarf að skoða betur,“ segir Viðar.

Soffía er Viðari hjartanlega sammála. „Þetta er friðsælt og fallegt svæði sem ekki er rætt um í kynningunni og það mun spillast. Kostnaður er 69 milljarðar króna!! Í mínum huga má vel hugsa sér að nýta þá fjármuni í eitthvað meira aðkallandi; t.d. betri almenningssamgöngur, hjólastíga og útivistarsvæði. Hér vantar líka tengingu við borgarlínuna, sem þó er orðin að veruleika. Og sem göngu- og hjólastígur í strengnum sem myndast í miðri víkinni … nei ég held ekki að það sé að virka,“ segir Soffía.

Og Korinna er á sama máli. „Þetta er ógeðslega ljótt og hræðilegt…er engin leið að mótmæla þessu?,“ spyr Korinna.

Sigurður nokkur, íbúi í Langholtshverfinu, líst líka illa á þetta. „Þetta er algjör bilun! Úr þessu komið, þá er best, að nota stofnæðarnar um Elliðaár, og Gullinbrú! Tvöfalda það allt saman. Forsendurnar eru bara þannig,“ segir Sigurður.

- Auglýsing -

Hallgrímur, íbúi í Grafarvogi, vill eyða peningunum í annað en Sundabrú. „Held að 69 milljörðum sé betur varið í annað. Meira vit að tvöfalda Vesturlandsveginn og byggja nokkur mislæg gatnamót og losna þannig við hringtorgin og þá ætti umferðin að streyma vel í gegn. Er alfarið á móti þeirri tímaskekkju að byggja risabrýr og uppfyllingar ofan í byggðina. Jarðgöng væru ok en kostnaðurinn við að þræða ströndina með göngum og brúm er galinn miðað við að halda sig við núverandi Vesturlandsveg. Verður líklega aldrei,“ segir Hallgrímur.

Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra.

Ólafur, sem býr í Langholtshverfi, skilur illa þær áherslur sem koma fram hjá samgönguráðherra. „Allir vilja á bíl keyra, -en not in my backyard,“ segir Ólafur.

En það eru alls ekkert allir íbúar hverfanna sem eru ósáttir því margir lýsa yfir ánægju sinni með hugmyndina. Georg, íbúi í Grafarvogi, er til að mynda einn þeirra. „Mér finnst þetta frábær hugmynd. Styttra niður í bæ fyrir okkur úr Grafarvogi og minni umferðarteppur úr úr hverfinu. Veit ekki hve margir stunda útivist í þessari paradís við hliðina á haugunum þarna,“ segir Georg.

- Auglýsing -

Og Hrönn er líka hrifin. Hún býr í Grafarvogi. „Þetta er frábært – loksins! Það er líka algjörlega nauðsynlegt að hafa aðra „flóttaleið“ úr borginni ef til kemur,“ segir Hrönn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -