Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Íbúar Njarðvíkur reiðir vegna öryggisheimilis: „Á Akureyri var krakki tekinn kverkataki‘‘

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Innri Njarðvíkur eru áhyggjufullir vegna öryggisvistunar í fjölskylduhverfi.
„Á Akureyri var krakki tekinn kverkataki af aðila sem slapp út,‘‘  sagði Þorsteinn Stefánsson í viðtali við Mannlíf í dag en er Þorsteinn ábyrgðarmaður undirskriftalistans „Ekki öryggisvistun nálægt börnum!’’

Íbúaráð hefur nú verið stofnað fyrir íbúa Innri Njarðvíkur til þess að halda fólki upplýstu um hvað sé að gerast í bænum þeirra, en þar á að rísa öryggisvistun fyrir fólk sem er ósakhæft vegna geðheilsu.
Reykjanesbær samþykkti í sumar samstarf við félagsmálaráðuneytið en það hafði óskað eftir úthlutun lóðar fyrir húsnæði sem yrði notað fyrir örÍyggisvistun.
„Þetta er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að gera betur og Reykjanes hefur samþykkt að vera þátttakandi í lausninni með ríkinu,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í sumar.

Þorsteinn sagði að Reykjavíkurborg hafi viljað losna úr samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og að einstaklingar hafi því miður sloppið oft út af slíkum vistunum. Bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Þorsteinn segir áhyggjur íbúa miklar, en fólk sé líka ósátt með að það hafi aldrei verið upplýst eða haft með í ráðum um fyrirhugaðar breytingar.
Allt í einu hafi verið búið að samþykkja þetta og kom það íbúum að sjálfsögðu í opna skjöldu.
Þorsteinn segir að margar barnafjölskyldur séu í hverfinu þar sem hefur verið gert ráð fyrir öryggisvistuninni. Hann sýni því skilning að einhverstaðar verði öryggisvistun að vera en bætir við að þetta sé of nálægt börnum.

Undirskriftalistinn fór í loftið í byrjun vikunnar og hafa nú þegar um 670 manns skrifað undir listann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -