Íbúi í 104: „Maður heldur að maður sé óhultur heima hjá sér en svo er ekki“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íbúi í póstnúmeri 104 hvetur fólk til að læsta ávallt útidyrahurðinni heima hjá sér. Hún og eiginmaður hennar lentu í óhugnanlegu atviki í morgun þegar þjófur gerði sér lítið fyrir og gekk inn í íbúðina og stal greiðslukorti.

 

„Maður heldur að maður sé óhultur heima hjá sér með hurðina ólæsta, en er það greinilega ekki,“ segir íbúi í póstnúmeri 104 sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún og maðurinn hennar urðu fyrir óhugnanlegu atviki í morgun og vill konan vekja athygli á málinu.

Konan segir frá því í samtali við mannlíf.is að í morgun hafi innbrotsþjófur labbað inn á heimili þeirra og stolið greiðslukorti.

„Þetta gerðist í morgun. Ég og maðurinn minn sitjum í sófanum, nánast á móti útidyrahurðinni. Hurðin er ólæst eins og oft áður, þannig hefur það oft verið þegar við erum heima. Allt í einu verður maðurinn minn var við að það er einhver kominn inn í forstofuna og hann ríkur upp. Þá sér hann þessa ungu konu sem hleypur í burtu. Við hlaupum á eftir henni og náum henni,“ útskýrir konan.

„Við vissum alveg að hún hefði tekið kortið en okkur fannst skynsamlegra að láta hana bara fara og loka svo kortinu.“

Hún segir þjófinn, unga íslenska konu, ekki hafa viðurkennt að hafa tekið greiðslukortið sem lá á borði við útidyrahurðina. Þau slepptu henni og hringdu strax í lögregluna.

„Við vissum alveg að hún hefði tekið kortið en okkur fannst skynsamlegra að láta hana bara fara og loka svo kortinu,“ segir konan sem fékk þær upplýsingar frá lögreglu að sama konan hefði farið inn í fleiri hús og íbúðir í hverfinu í morgun.

„Svona er þetta bara orðið. Þetta er að verða verra og verra og maður þarf greinilega að vera á varðbergi. Maður heldur að maður sé óhultur heima hjá sér en svo er ekki. Framvegis verðum við alltaf með hurðina læsta,“ segir konan.

Hún vill vekja athygli á málinu og hvetur fólk eindregið til að læsa undantekningarlaust útidyrahurðum heima hjá sér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...