Sunnudagur 8. september, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ice Pic Journey gagnrýnt fyrir háskaferðir á jökla – Happdrætti um að fara í íshella um hásumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ice Pic Journeys er fyrirtækið sem var með 23 smanna hóp á Breiðamerkurjökli þegar bandarískur ferðamaður lét lífið og unnusta hans slasaðist. Konan er úr lífshættu. Gríðarleg leit var gerð eftir að stjórnendur Ice Pic gáfu upp að 25 manns hefðu verið að staðnum þar sem ísveggur hrundi með hinum skelfilegu afleiðingum. Í ljós kom að hópurinn var tveimur færri en gefið hafði verið upp og enginn undir ísfarginu. Mannlíf hefur reynt að ná sambandi við fyrirtækið til að fá sjónarmið eigendann en ekki fengið svar. Mike Reid, stofnandi fyrirtækisins, hefur ekki svarað skilaboðum og tekur ekki síma. Á heimasíðu Ice Pics Journeys má sjá að ekki eru í boði fleiri ferðir í ágúst. Hér að neðan er klippa af Facebook þar sem Mike Reid kynnir happdrætti um að fara í íshella um hásumar.

Ice Pic Journeys gefur sig út fyrir að sérhæfa sig í ævintýralegum jöklaferðum á því svæði sem slysið varð.  Gert er út á sumarferðir á jökulinn sem þykir vera háskalegt. Flest fyrirtæki á þessu sviði fara ekki í íshellaferðir á meðan bráðnun er mest. Gagnrýnt er að ferðamenn séu lagðir í þann háska sem fylgir slíkum ferðum á þessum árstíma. Meðal Þeirra sem var við slíku er Helgi Björns­son, jökla­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. Hann segir við Morgunblaðið að stór­hættu­legt sé að bjóða upp á ferðir í ís­hella yfir sum­ar­tím­ann þar sem hellarnir taki miklum breyt­ing­um yfir sum­arið þegar jök­ull­inn er á meiri hreyf­ingu. Hann telur að bíða eigi fram á haust með slík ferðalög.

Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland, samkvæmt upplýsingum Vísis. Lögreglurannsókn fer nú fram vegna slyssins og háværar kröfur eru uppi um að banna jöklaferðir yfir sumartímann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -