2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Icelandair býður strandaglópum miða á sérkjörum

Icelandair hefur boðið þeim farþegum WOW air, sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots flugfélagsins, upp á að kaupa flugmiða frá völdum áfangastöðum á sérstöku verði.

Þetta kemur fram á vef Icelandair. Þar segir að boðið verði upp á „sérstakt afsláttarverð“ á economy farrými. Tilboðið nær eingöngu til þeirra farþega sem eiga heimferðarmiða með WOW air á milli 28. mars og 11. apríl 2019.

Nánari upplýsingar má finna á vef Icelandair.  

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is