Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Vigfús valdur að íkveikju sem drap tvo á Selfossi: „Ég er morðingi, Guð fyrirgefi mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 31. október árið 2018 brann hús að Kirkjuvegi 18 á Selfossi allt að því til grunna og létust maður og kona í brunanum. Fljótlega í ljós að um íkveikju var að ræða en á vettvangi höfðu maður og kona verið verið handtekin. Bæði voru þau í annarlegu ástandi.

Var maðurinn, sem var á sextugsaldri, fljótlega kærður fyrir manndráp en konan fyrir að hafa ekki gert það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Maðurinn heiti Vigfús Ólafsson. Konan heitir Elva Marteinsdóttir.

„Ég er morðingi, Guð fyrirgefi mér“, sagði Vigfús í lögregubíl eftir að hafa verið handtekinn, grunaður um íkveikjuna.

Mikill drykkjumaður

Vigfús sagði síðar fyrir rétti að fólkið hefði setið við drykkju og hann muni eftir því að hafa kveikt í pizzukassa í stofunni. Allt í einu hafi stofan verið alelda, en hann hefði reynt að slökkva eldinn með bjór. Sagði Vigfús að hann hafi yfirgefið húsið þegar hann áttaði sig á því að hann gæti ekki slökkt eldinn. Hann sagðist fyrir héraðsdómi vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott.

Við krufingu kom fram að maðurinn og konan hafi verið undir áhrifum bæði lyfja og áfengis, sem hafi gert það að völdum að þau hafi ekki orðið vör við eldinn fyrr en það var um seinan. Þau voru á lífi á meðan að eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð á örskotsstundu alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna gríðarlegs hita og gátu reykkafarar ekki komist upp á efri hæð hússin þar sem fólkið var staðsett.  Við skýrslutöku sögðu sjúkraflutningarmennirnir og lögreglumennirnir að þegar þeir hafi komið að brunanum hafi þeir heyrt hróp innan úr húsinu, en það hafi hins vegar verið algjörlega ómögulegt að fara inn í húsið til að bjarga fólkinu vegna mikils elds.

- Auglýsing -

„Þú ert ógeðslegur morðingi“

Lýstu lögreglumennirnir því einnig að Elva hafi verið mjög reið út í Vigfús þegar þau stóðu fyrir utan brennandi húsið. „Þú ert ógeðslegur morðingi,“ sagði Elva og hrækti á Vigfús. Þegar lögreglan færði Vigfús inn í lögreglubifreið spurði Vigfús ítrekað lögreglumennina hvort hann væri orðinn morðingi.

Upprunalega gekk lögreglan út frá þeirri tilgátu að morð hefði verið framið og síðan kveikt í húsinu til að hylma yfir þann ásetning. En samkvæmt Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi létust manneskjurnar vegna reykeitrunar. Kunz sagði að hvorugt þeirra hafi verið með merki um höggáverka og ummerki um innri áverka á líffærðum ekki greinanleg. Samkvæmt krufningu var því ekkert sem benti til þess að eitthvað annað en reykeitrun hafi orðið þeim að bana.

- Auglýsing -

Vigfús hélt því fram að hann hefði engan viljað skaða nema sjálfan sig.

Dómur fellur

Í niður­stöðu sagði dóm­ari við Héraðsdóm Suðurlands að þar sem Vig­fús hafði glímt við sjálfs­vígs­hugs­an­ir og hefði áður brennt sig og skorið vilj­andi, væri „ekki loku fyr­ir það skotið“ að ásetn­ing­ur hans hefði ein­ung­is verið að „skaða sjálf­an sig en ekki aðra sem í hús­inu. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi en héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi.  Elva var sýknuð af öllum ákærum.

Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum í kjölfarið og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Refsingin hljóðaði upp á fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp. Þá var Vigfús dæmdur til að greiða ættingjum hinna látnu samanlagt rúmlega 22 milljónir króna í bætur.

Í dómi Lands­rétt­ar var vísað til þess að Vig­fús hefði kveikt eld­inn vit­andi að á efri hæð húss­ins væru þau tvö sem lét­ust í elds­voðanum. Þá hefði hann vitað að mik­ill elds­mat­ur væri í hús­inu og ekki getað dulist að svo gæti farið að þau, sem uppi voru, kæm­ust ekki und­an ef kviknaði í hús­inu og lík­legt væri að þau gætu beðið bana, eins og reynd­in hefði orðið. Þrátt fyr­ir að hafa vitað þetta hefði hann kveikt eld sem hefði leitt til þess að tvær mann­eskj­ur lét­ust. Þess vegna hafi hann verið sak­felld­ur fyr­ir mann­dráp.

„Við ákvörðun refs­ing­ar var litið til þess að ásetn­ing­ur hans hefði ekki verið mjög ein­beitt­ur. Hins veg­ar hefði hann enga til­raun gert til að vara við þau sem voru á efri hæð húss­ins og lét­ust í elds­voðanum eða koma þeim til bjarg­ar,“ seg­ir í reif­un Lands­rétt­ar.

Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Vigfúsi hafi ekki getað dulist hverjar afleiðingar þess að kveikja eld í stofu íbúðarhúsnæðisins gætu orðið. Við ákvörðun refsingar var litið til skelfilegra afleiðinga brota Vigfús en litið til þess að á verknaðarstundu hafi Vigfús haft lægsta stig ásetnings til beggja brotanna. Var Vigfúsi gert að sæta fangelsi í 14 ár. Þá var honum gert að greiða börnum og foreldrum hinna látnu bætur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -