Laugardagur 30. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Illugi: „Hann hefði ekki átt að lifa svona lengi – Svei þér alla daga“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn llugi Jökulsson minnist þess að nýverið varð Henry Kissinger 100 ára  gamall.

„Hann er holdgervingur alls þess versta og viðbjóðslegasta í bandarískri utanríkispólitík og hefði ekki átt að lifa svona lengi. Eini kosturinn við það er sá að nú hefur fólki á Vesturlöndum gefist nægur tími til að átta sig á glæpum hans og ömurlegu skítverkum, og mér sýnist að jafnvel á helstu „meginstraums“ fjölmiðlum sé mjög farið að linna því snobbi og lofi sem gjarnan var fyrir nokkrum áratugum hlaðið á þennan mikla „hugsuð“!“

Illugi bætir því við að „það er bara núna þessa dagana verið að birta skjöl sem sýna að hann var persónulega ábyrgur fyrir dauða miklu fleiri en ætlað var í Kambódíu, en Kissinger bar, frekar en jafnvel Nixon, ábyrgð á hryllilegum loftárásum á landið, þar sem að minnsta kosti 150 þúsund dóu — auk þess sem þessi voðaverk áttu mikinn þátt í að koma fótunum undir Rauðu khmerana sem frömdu sín ógnarverk í landinu nokkrum árum síðar.

En fórnarlömb Kissingers liggja því miður víðar grafin í jörð nú þegar hann fagnar lífi sínu. Svei þér alla daga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -