Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður er einn af þeim fjölmörgu sem eru hissa yfir niðurstöðu kosninga í kjörbréfamálinu, en 42 kusu með því að láta seinni talninguna standa á móti 5. Illugi birti færslu á Facebook þegar niðurstaðan var ljós.
„Katrín fylgdi Sjálfstæðisflokknum auðvitað. Af hverju gengur hún ekki í flokkinn? Það væri heiðarlegast.“
Alls hafa 185 líkað við færsluna þegar fréttin er skrifuð og fjölmargir skrifað athugasemdir.
Þorvaldur nokkur veltir fyrir sér af hverju Katrín njóti virðingar sem stjórnmálamanneskja en 26 líkar við þær vangaveltur. Illugi svarar honum. „Já, það er svolítið skrýtið. Í viðbót við athæfi hennar í þessari ríkisstjórn bætist að hún segir aldrei neitt eftirminnilegt né gerir neitt lofsvert. Raunar þvert á móti, samanber framferði lögmanns hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Allt hennar stjórnmálastarf virðist ganga út á vera viðkunnanleg. Ég hlakka ekki til að heyra ræðurnar hennar frá Bessastöðum.“
Pétur heggur í sama knérunn í sinni athugasemd og Illugi í upphafsfærslunni.
„Já, afar undarlegt að hún hafi ekki nýtt tækifærið og gengið þar inn samhliða og samtímis Birgi Þórarinssyni, hönd í hönd.“
Kristján er með fjarstæðakennda spá eða hvað?
„Næsti formaður XD – þið lásuð það fyrst hér!“
Unnur er óánægð með Katrínu en ánægð með Svandísi.
„Já, afstaða Katrínar eru sár vonbrigði (enn einu sinni) en huggun harmi gegn að Svandís standi með lýðræðinu.“
Guðlaugur kemur inn á eitthvað sem margir ef til vill hafa hugsað.
„En restin af vg missti þarna þann litla neista sem ég bar enn í brjósti til þeirra, undanskil Svandísi.“