Þriðjudagur 10. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Inga og börnin komin heim: „Nýr kafli að hefjast sem verður krefjandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Henriksen 34 gömul, fjögurra barna móðir, var í viðtali við Mannlíf um miðjan maí, eftir að hafa opnað sig um heimilisofbeldi í færslu á Facebook. Inga og maður hennar, ásamt sameiginlegu barni þeirra og þremur börnum sem Inga átti frá fyrra sambandi höfðu verið búsett í Svíþjóð í rúmt ár.

„Ég vil fá tilbaka stjórn á eigin lífi. Allt of lengi hef ég stjórnast af fyrrverandi maka,“ segir Inga í samtali við Mannlíf.

Sjá einnig: Inga segir frá heimilisofbeldi: „Börnin horfðu á hann kýla mig í vegginn”

Ingu langaði að komast heim til Íslands með börnin, þar sem hún á stuðning frá sinni nánustu fjölskyldu, en hún þurfti fjármagn til að koma búslóðinni heim, félagsþjónustan í Svíþjóð greiddi hins vegar flug fyrir þau. Safnað var fyrir Ingu að hluta á samfélagsmiðlum og komu Inga og börnin heim um mánaðamótin og eru nú í sóttkví og bíða eftir að fá gáminn tollaðan og búslóðina heim.

„Það gekk bara nokkuð vel að pakka, ég hef alltað séð um niður- og upppakkningar svo það var engin breyting á,“ segir Inga. „Hins vegar verandi bíllaus var erfitt að fara og kaupa kassa, en nágrannarnir komu óvænt með auka kassa fyrir okkur svo allt reddaðist. Ég þurfti að kaupa flutningshjálp þar sem eg má ekkert bera. Þeir voru eldsnöggir að þessu og fluttu það niður á höfn og röðuðu i gaminn fyrir mig.,“ segir Inga um hvernig gekk að pakka búslóðinni fyrir mánaðamótin

Fjölskyldan fór síðan á hótel. „Sem var nú svona það besta sem völ var á fyrir okkur. Við allavega höfðum svefnstað og gátum undirbúið okkur andlega fyrir ferðalagið heim,“ segir Inga.

- Auglýsing -

Vegna lestarbilana var ferðalagið fjórar lestir til Stokkhólms og svo var seinkun á fluginu heim til Íslands. Segir Inga að börnin hafi þó tekið öllu með jafnaðargeði. „Ég á bara svo dásamlega flott börn.“

Eldri börnin í sóttkví hjá ættingjum

Eldri börnin þrjú fóru norður til föðurfólks síns í sóttkví, og segir Inga að það hafi verið skrýtin tilfinning að kveðja þau á flugvellinum og keyra í bæinn með yngstu dótturina. „Yfirþyrmandi tilfinning svolítið og sorg. Það er nýr kafli að hefjast sem verður krefjandi, en á sama tíma er ég bjartsýn og tilbúin að takast á við hann,“ segir Inga.

- Auglýsing -

Inga er komin með dásamlega íbúð, og telur að þeim muni líða vel þar. „Systir mín og vinkona voru búnar að koma fyrir helstu nauðsynjum og plöntum, þá er maður komin heim. Það er útilegustemning eins og staðan er núna þar sem gámnum seinkaði og svo þarf að tolla hann sem tekur tíma. Ég vona þó að það skotgangi.“

Inga er komin með vinnu á leikskóla, og yngsta dóttir hennar fær pláss þar líka, báðar byrja þær þar í haust.

„Það er spennandi, ég hlakka til að komast á meðal fólks og eiga smá mitt. Hitta fólkið mitt og kynnast mér upp á nýtt.“

Eldri börnin fara í skóla í haust, og vonast Inga til að komast líka í skóla. „Ég setti hins vegar peninginn sem ég ætlaði að nota í námið í flutningana, og er því að reyna að finna út úr því,“ segir Inga sem nýtur ekki fjárhagsstuðning hér heima ennþá, þó að hún sé komin með lögheimili hér heima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -