Miðvikudagur 28. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Inga segir ríkisstjórnina ausa fé í dýraníð meðan jólin eru tekin af gamla fólkinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Inga Sæland segir ríkisstjórninni og forgangsröðun hennar til syndanna í pistli sem birtist í Morgunblaðinu. Hún bendir á að þegar minkabændur sögðust ekki hafa efni á að gefa dýrunum að borða þá hafi ekki staðið á ríkisstjórninni. Annað hljóð sé í stroknum þegar gamalt fólk hefur ekki efni á að fæða sjálft sig.

„Senn koma jólin. Fyrir þá sem lifa áhyggjulausu fjárhagslega og félagslega öruggu lífi eru jólin almennt hátíð tilhlökkunar og gleði. Hátíð fjölskyldunnar. Nú bregður svo við að vanlíðan og kvíði einkennir sem aldrei fyrr komandi jólahátið. Covid-faraldurinn sem herjar á heimsbyggðina hefur séð til þess að jafnvel þeir sem búa við öruggan efnahag kvíða nú jólunum. Ástæðan er sú að ekki er æskilegt að fjölskyldan komi saman vegna hættu á að faraldurinn breiðist enn frekar út og að viðkvæmustu ástvinir okkar fái sjúkdóminn,“ segir Inga.

Hún segir því miður lítið hægt að gera í þessu nú. „Við getum lítið gert úr því sem komið er varðandi fjölskyldusamkomur um jólin. Enda hafa sjórnvöld ákveðið að hafa þetta svona. Um leið telja þau okkur trú um að við þurfum að læra að lifa með veiru sem aldrei hefði þurft að ríða hér röftum sem raun ber vitni. Það hafa dæmin sýnt og sannað þar sem milljónaþjóðir þurfa ekki að leggja slíkar kvaðir á samfélagsþegna sína sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að gera. Nærtækast er að benda á Nýja-Sjáland og Taívan í þeim efnum,“ segir Inga.

Hún segir fátæka eldri borgara þurfa að horka í vanlíðan án aðstoðar frá Katrínu Jakobsdóttur. „Nú er fimmti fjárauki inni á borðum fjárlaganefndar. Meirihluti útgjalda tengdur Covid-málum eins og þeir kjósa að kalla það. En hvað með fátæka eldri borgara sem hafa ekkert annað en strípaðar almannatryggingabætur? Fá þeir einhverja náð fyrir augum stjórnvalda? Svarið er einfalt NEI. Það á ekkert að gera fyrir gamla fólkið sem á ekki fyrir salti í grautinn. Það má áfram hokra í vanlíðan og fátækt án aðstoðar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Inga.

Hún ber þetta því saman við fyrrnefnda minkabændur. „Mig langar í því samhengi að benda á hróplegt óréttlæti og mismunun, benda á hvernig forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er háttað. Dæmi hver sem vill og segi jafnvel að ég sé að etja saman hinu og þessu. Mér gæti ekki verið meira sama. Í sumar sem leið voru 80 milljónir auðsóttar í ríkissjóð fyrir mat handa minkum sem ræktendur sögðust ekki hafa efni á að fóðra. Rökin voru þau að verið væri að glíma tímabundið við Covid-faraldurinn. Hver var þá skýringin á því að í desember 2019 varð ekkert af fyrirhuguðu uppboði á skinnum í Danmörku og það fyrir Covid? Jú, það var einfaldlega ekki næg eftirspurn eftir skinnum dýranna. Þetta er atvinnugrein sem er ósjálfbært dýraníð. Margar þjóðir eru á móti þessari verksmiðjuframleiðslu og þeim viðbjóði sem dýrin mega þola,“ segir Inga og bætir við að lokum:

„En ríkisstjórnin er sátt og tilbúin að ausa fjármunum borgaranna í fóður fyrir minka á sama tíma og fátækir samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs. Flokkur fólksins segir: Fólkið fyrst, svo allt hitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -