Sunnudagur 25. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Inga segir stjórnvöld ætla að hleypa COVID aftur inn í landið: „Ófyrirgefanlegt að taka þá áhættu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, segir í Morgunblaðinu í dag að  sóttvarnir á landsmærum séu það veikar að það stefni í fjórðu bylgju COVID. Hún segir marga sem koma hingað hirða ekkert um reglurnar. Nú hafi hún fengið nóg þvælu eins og „meðalhóf“ þegar líf Íslendinga er í húfi.

„Sóttvarnalæknir vonar að þær sóttvarnir sem viðhafðar eru á landamærunum haldi svo að við þurfum ekki að takast á við enn eina bylgju faraldursins. Þrátt fyrir það er vitað að til eru þeir sem hirða ekkert um reglurnar, heldur segjast taka sóttkví en eru svo mættir út í búð samdægurs. En það er algjörlega galið að bíða bara og vona. Reynslan ætti að hafa kennt okkur betur en svo,“ segir Inga.

„Stjórnvöldum er í lófa lagið að koma í veg fyrir að ný afbrigði veirunnar berist inn í landið. Við erum búin að fá nóg af hringlandahætti þar sem „meðalhóf“ og „efnahagur“ eru sett skör hærra en líf okkar, frelsi og öryggi. Við áttum gott sumar sem leið. Við fylgdum reglum og stóðum saman. Verslun og þjónusta blómstraði á landsbyggðinni sl. sumar þrátt fyrir allt. Við áttum miklu betra skilið en að veirunni yrði hleypt inn í landið á ný.“

Inga segir ljóst að ríkisstjórnin hafi klúðrað að útvega þjóðinni bóluefni. „Sannarlega er það dapurt allt þetta klúður með samninga um bóluefni. Ósjálfstæði okkar í utanríkismálum er löngu orðið að sjálfstæðu þjóðarmeini. Það sannast nú, þegar við vansæl bíðum sameiginlegt skipsbrot með Evrópusambandinu sem við hengdum okkur alfarið á í útvegun bóluefnis. Ríkisstjórnin virðist hafa skapað alltof miklar væntingar sem ekki er innistæða fyrir. Bóluefnið sem berst til landsins dugar vart upp í nös á ketti og enginn virðist vita hvenær við fáum meira,“ segir Inga.

Hún bendir á að lokum að ef veiran berst inn í landaið með ferðamönnum á ný þá sé það ófyrirgefanlegt. „Ef stjórnvöld halda áfram að taka áhættu við landamærin og afleiðingin verður fjórða bylgja faraldursins með tilheyrandi ótímabærum dauðsföllum og hörmungum, þá er ábyrgðin algjörlega þeirra hér eftir sem hingað til. Hér er um þjóðaröryggismál að ræða. Stjórnvöld með heilbrigðisráðherra í fararbroddi hafa líf okkar í höndunum, og ber að vernda það með öllum ráðum. Það er með öllu ófyrirgefanlegt að taka þá áhættu að veiran berist inn í landið með ferðamönnum sem ættu undir þessum kringumstæðum alls ekki að komast hingað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -