Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Inga segir þetta komið gott hjá Strætó: „Þetta á ekki að vera svona”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, aktívisti og starfsmaður Þroskahjálpar, lýsir á Twitter kaldranalegum raunveruleika fólks sem notar hjólastól og þarf að ferðast með Strætó. Fjölmargir stjórnmála styðja hana í athugsemdum og segja aðstæðurnar ekki í lagi. 

Beið úti í 20 mínútur í biluðum kulda eftir Strætó. Vagninn sem kemur án aðgengis. Miðað við að þið segið að þetta séu örfáir vagnar án ramps þá er ég alveg einstaklega óheppin því þetta gerist í ca. annað hvert skipti sem ég tek strætó. Hálftími í næsta vagn. Æði,” skrifar Inga.

Henni bauðst fátt annað en að bíða áfram. “Hringdi í Hreyfil. Enginn leigubíl með aðgengi á vakt. Jafnréttisparadísin Ísland. Aðstoðarkonan mín er að taka leigubíl heim til mín að sækja bílinn minn sem er semi óökufær og á leið á verkstæði. Bíð úti á meðan, alein, að deyja úr kulda. Í alvöru. Þetta á ekki að vera svona,” segir Inga. 

Hún krefst þess að þessir óaðgengilegu vagnar verði teknir úr umferð. “Er ásættanlegt að fatlað fólk bíði í klukkutíma úti eftir að komast heim til sín? Strætó finnst það. Eftir þessa endurteknu uppákomu er krafan að vagnarnir fari úr umferð. Þetta er ekki í lagi. Mér er svo kalt og skórnir blautir í gegn síminn kominn í 1% en Bára Dís á leiðinni”

Færslur hennar vöktu talsverða athygli í morgun og stjórnmálafólk svo sem Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir sögðu í athugsemdum að þetta væri óboðlegt. 

Inga greinir svo frá því nú eftir hádegi að talsmaður Strætó hafi haft samband við hana. “Strætó hafði samband í morgun og ég er þakklát fyrir það. Ég er hins vegar búin að benda á þetta ítrekað síðustu ár, sem og annað fatlað fólk. Eftir atvikið í gær hef ég óskað eftir fundi með framkvæmdastj. og stjórn strætó. Krafan er að fá óaðgengilega vagna af götunni strax!”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -