Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Ingi útilokar kosningasvindl en hættir sem formaður: „Allar vangaveltur um slíkt er bara bull“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Í viðtali við Mannlíf segir hann að kjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafi borist ábending frá Landskjörstjórn, morguninn eftir að lokatölur höfðu verið tilkynntar. Ábendingin var sú að litlu hefði munað í tveimur kjördæmum í sambandi við uppbótarmenn og í kjölfarið hafi kjörstjórnin fundað í hádeginu og farið í að telja atkvæðin aftur.

Í kjörstjórn Norðvesturkjördæmis sátu Ingi Tryggvason formaður, Bragi Rúnar Axelsson, Katrín Pálsdóttir, Ingibjörg I. Guðmundsdóttir og Guðrún Sighvatsdóttir.

Þegar Ingi var spurður út í innsigli sem kjörstjórn er skylt að nota sagðist hann halda að betra væri að leggja áherslu á að læsa herbergjunum.
,,það er spurning hvort fólk viti það hvað felst i innsigli,‘‘ sagði Ingi og bætti við að ef einhver ætlaði sér inn í herbergið kæmi innsigli ekki í veg fyrir það. Enda væri um límmiða að ræða sem auðvelt væri að taka af og setja aftur á.

Ingi var spurður hvort hann teldi að einhver annar gæti hafa haft aðgang að herberginu sagðist hann ekkert hafa bent til þess.
,,Allar vangaveltur um slíkt er bara bull‘‘

Hann sagðist ekki ætla að gefa kost á sér aftur skyldi Alþingi leita til hans.
,,Ég var búinn að gefa það út að eftir þetta tímabil myndi ég hætta. Alþingi kýs yfirkjörstjórn þannig mínu kjörtímabili er lokið‘‘.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -